Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 42
34
Ásmundur Guðmundsson:
Prestafélagsritiö.
Konungar stigu niður úr hásætum sínum. Ungar meyjar þoldu
píslarvættisdauða eins og hetjur. Hvaðan kom þeim sá máttur
nema frá Kristi? — Og alt sem hann segir, er svo undur-
samlega ljóst og einfalt. Hann talar um æðstu spurningar
lífsins á því máli, sem hvert barnið skilur, og bregður yfir
guðlegu ljósi, svo að djúp sannleikans opnast mönnunum«.
Kærleiki Pascals til Krists virðist sífelt fara vaxandi: »Eg
rétti frelsara mínum hendur, honum, sem kom til þess að þjást
og deyja fyrir mig. Fyrir náð hans bíð ég dauðans með frið
í hjarta, því að ég vona þá, að ég fái að vera með honum
um alla eilífð. En þó lifi ég einnig með gleði, hvort sem hon-
um þóknast að senda mér til heilla blítt eða strítt, hann hefir
kent mér með dæmi sínu að bera það«. Honum finst Kristur
stundum tala við sig í anda eins og guðdómlegur vinur —
þó minnist hann ekki oft á það. — Kristur lifandi og upp-
risinn segir við hann:
Vertu hughraustur. Þú myndir ekki leita mín, ef þú hefðir
ekki fundið mig. Það er mitt að leiða þig til helgunar. Eg
hugsaði um þig, er ég háði dauðastríðið. Fyrir þig hefi ég
felt svo marga blóðdropa. Eg er meiri vinur þinn en allir
aðrir, því að ég hefi gert meira fyrir þig en nokkur hinna.
Enginn maður myndi vilja bera það fyrir þig, sem ég hefi
þolað. Enginn myndi hafa viljað deyja fyrir þig, er þú enn
varst harður í hjarta og vantrúaður. En það gerði ég og er
altaf reiðubúinn til þess. — Þá svarar lærisveinninn aftur: Eg
sé hyldýpi synda minna. Jesús hefir tekið eymd mína á sig.
Hann einn leiðir mig til Guðs.
Auk ritstarfanna vann Pascal fátækum. Þeim gaf hann
smámsaman allar eignir sínar. Kvað hann þó ærið mundu eftir
sig. Fyrir þá vildi hann glaður þola mikið. Einna átakanlegast
kemur það fram í banalegunni hans löngu og ströngu, þá
tekur hann fátæka fjölskyldu í íbúð sína. Og þegar eitt
barnið sýkist af bólusótt, vill hann heldur flytja burt sjálfur
en það þurfi að hrekjast þaðan. Vér skulum að síðustu reyna
að koma í anda að sjúkrabeði hans.
Eldri systir hans er yfir honum og nánustu vinir. Þau voná,