Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 130
122
Ásmundur Guðmundsson:
Prestafélagsritiö.
Þá lærði ég alt, sem enn ég kann,
um upphaf og enda, um Guð og mann
og lífsins og dauðans djúpin.
Mitt andans skrúð var skorið af þér,
sú skyrtan bezt hefir dugað mér
við stormana, helið og hjúpinn.
Þegar syrt hefir að af helskýjum og okkur þótt í sárasta
harminum sem líf, yndi. ljómi og starf legðist alt í dimma
gröf um aldir alda — þá hefir Jesús látið birta aftur í sál
okkar og við heyrt í anda enduróm orðanna, sem hann sagði
við dóttur Jaírusar: Rís þú upp. Hann hefir leitt okkur í
sólarroð inn í garð Jóseps frá Arímaþeu til upprisudýrðarinn-
ar og spurt: »Hví grætur þú ?« Hjartað hefir tekið að hlusta
á fagnaðarboðskapinn: Eg lifi og þér munuð lifa. Þau versin:
>Eg veit minn ljúfur lifir lausnarinn himnum á«, hafa orðið
okkur andi og líf. Það er eins og nýr dagur hafi runnið upp
í austri yfir jörðina. Heimar fyltir lífi umlykja okkur. Þar lifa
ástvinirnir, og þangað stefnir fyrir okkur nær og nær Jesú.
En grafarmyrkrin hörfa frá.
Að vísu hafa vonir okkar veiklast aftur marga stund. Því
að við mennirnir verðum löngum heimskir og í hjartanu treg-
ir til að trúa, meðan við enn erum yfirklæddir dufti þungu,
og augu Iíkamans sjá allar lifandi verur deyja. En þegar við
höldum í bróðurhönd Jesú, þá erum við óttalaus. Við finnum,
að hann einn er sú lifandi sönnun anda og kraftar, sem getur
„frelsað alla þá, sem af ótta við dauðann voru undir þrælk-
un seldir alla sína æfi“ (Hebr. 2, 15.). Og eru einhver okk-
ar nú þegar ekki orðin leyst undan henni ?
I enn beiskari sorg og þyngra þrældómi höfum við einnig
leitað Jesú. Þegar allur friður hefir flúið okkur vegna synda
okkar, og við höfum horft á það hrygg og óttaslegin, hvað
æfin liði við, þá hefir þrá okkar eftir hreinleika og kærleika
mænt til frelsara upp úr djúpunum. Einn hefir lifað heilagur
og hreinn. Einn hefir verið trúar- og siðgæðishugsjónin háa,
sem löngun mannshjartans horfir við eins og barn við ljósi.
Einn hefir náð því marki, sem ber hæst við himin Guðs og