Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 109
Prestafélagsritið.
Gildi frúar.
101
vér höfum frásagnir um, að svo sé. Flestum mun kunnugt,
hve hljómlistin er náin trúarþörfinni og tilbeiðslunni. Hin fyrstu
ljóð og söngvár, sem vér höfum sagnir af, eru sprottin af
trúar- og tilbeiðsluþörf. Þau eru öll meira eða minna bundin
guðsdýrkun þeirra tíma. List hljómanna er einnig ljúfast enn
í dag, að leika um þau lönd trúarinnar, sem skilningnum eru
að mestu lokuð. Þar hefir hún náð sínu hæsta stigi og feg-
urstu ómum, í hörpustrengjum meistaranna miklu.
Hið sama má segja um leik- og skáldsagnalist. Hún nær
lengst og hæst, þar sem hún glímir af mestri snild og mest-
um þrótti við hinar miklu ráðgátur mannlífsins, — knúð af
trúarþránni, sem heimtar heila og óskifta lífsskoðun á tilver-
unni í heild og öllum öflum hennar.
Þó að hér sé nú hratt farið yfir sögu, mun þó mörgum
skiljast það, að einhverju leyti, að orð stórskáldsins Goethe
eru sízt ofmælt, — að trúin er hinn skapandi máttur mann-
lífsins, — og gildi hennar því sjaldan matið of hátt.
Nú eru að vísu til þeir menn, sem kannast við þetta al-
menna gildi trúarinnar, en vilja samt afneita henni, vegna
þess að hún hafi svo oft komist út á villigötur frá beinni
brautu sannleikans, er þeir elska framar öllu. Það er alveg
rétt, að hinar ýmsu svokölluðu trúarskoðanir hafa oft komist
inn á slíkar villigötur, — því skal engan veginn neitað. —
En því má þó alls ekki gleyma þá um leið, að sannleikur-
inn er með ýmsu móti aðgengilegur og áþreifanlegur fyrir
oss mennina. Það hefir merkur rithöfundur, Sören Kirkegaard,
sagt: »Aðeins það, sem hefir gildi fyrir mig, það er mér
sannleikur«. í einni skoðun eða atviki jafnvel getur verið ó-
metanlegt lífs- og sannleiksgildi, — sem er öðrum kalt og
dautt og einkisvirði.
Sannleikurinn fer mismunandi leiðir til mannshjartnanna, en
hann Iýsir sér ávalt í því, að hann flytur þeim lífsgildi og
orku, sem höndla hann. Lygin eða blekkingin er án hvoru-
tveggja. Því er aðeins sú trú, sem enga orku eða lífsgildi
Hytur með sér, einkisnýt og dauð, — aðeins blekking á breið-
um villugötum vanans og skapgerðarleysisins. — Má í þessu