Prestafélagsritið - 01.01.1927, Blaðsíða 135
Prestaféiagsriiið. Séra ]ón Þorsteinsson píslarvottur.
127
kapítula í sérstakan sálm, alls 50. Hér má nefna dæmi af
betri endanum:
37.
Sem Jósep ára seytján var
með sínum bræðrum gætti fjár;
hrekki hjá sonum frillna fann,
frómur það ekki dylja kann,
sínum föður það sagði heim;
sönn umvandan misgeðjast þeim.
Föðurást ungur fekk hann meir
frómleiks vegna, en allir þeir
aldraður Jakob átti hann,
sálmur.
auðkendum mötli klæddi hann.
Ofundin vex í hinum hörð
hverja vottuðu þeirra orð.
Það skeði, hann í svefni sá
sýn, og téði þar bræðrum frá:
„Mig dreymdi að úti á akri vér
allir bundum hver knippi sér,
mín byrði upp stóð yðar hjá
allar þær lutu henni þá.
O. s. frv.
Þessir Genesissálmar urðu svo vinsælir, að þeir voru fjórum
sinnum prentaðir. Segir Þorlákur biskup Skúlason í formála
fyrir bókinni, að þessi ljóð sé gagnleg þeim, sem ekki hafi
efni á að eignast svo dýrt verk sem Biblían sé öll.
Davíðssálmar eru enn stærri bálkur, 150 sálmar. Þeir eru
ekki allir eftir séra ]ón, heldur hefir hann tekið í safnið þá
sálma, sem áður voru til á íslenzku, og honum þóttu nógu
nákvæmir.
Hér eru sett nokkur dæmi um þessa sálma séra ]óns.
23. sálmur Davíðs er þannig:
Herrann sjálfur er hirðir minn,
hvað kann mig þá að bresta.
í landgæðin mig leiðir inn
til Iífgrasanna beztra,
að ferskum vötnum fylgir mér
frábærlega endurnærir
sál í þeim sætleik mesta.
Hann leiðir mig á lífsins veg
og lætur nafns síns njóta,
þó heljar dimmu dalinn eg
djúpan ráfi þann ljóta,
ólukku hræðast enga má
af því þú Quð mér stendur hjá,
vönd og staf þinn veit til bóta.
Miskunnarborð þú mér til býr,
mótstanda fjandmenn illir,
hreinu viðsmjöri höfuð smyr
heilsubikarinn fyllir;
gæzka og miskunn mild og blíð
mér fylgja æfinlega tið
í húsi Guðs mig hyllir.
Með því liðugra í sálmum þessum er 112. sálmurinn: