Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 3
Friðrik Ásmundsson Brekkan: UTLAGAR. Guðríður hélt á bréfinu í hendinni. Það hafði beðið hennar, þegar hún kom heim af verkstæðinu fyrir tveimur dög- um síðan — og hún las það aftur yfir nú — »Landaball« — og það átti að vera nú í kvöld. Hún hafði aldrei hlakkað eins mikið til neins, síðan hún mundi fyrst eftir sér... Jæ-ja — »ballið« — það var nú kann- ske ekki svo mikið, það út af fyrir sig... En hún hafði verið einsömul svo lengi. — Einsömul var nú auðvitað ekki rétt að kalla það, þar sem hún vikum og mánuðum saman sat og saumaði á verk- stæði meðal fjölda margra annara ungra stúlkna... En samt sem áður — eða hvað átti hún eiginlega að kalla það? Einmana — einstæðingur — útlagi? Nú það var líka sama, hvað hún kallaði það. Á með- al þeirra, sem hún vann með, var þó engin að tala við — engin, sem skildi, hversu einmana og yfirgefin hún var, hversu fátæk og öllu rænd. — Ekki svo að skilja, að stöllur hennar ættu meira af peningum en hún. Nei, það var nú víst eitthvað svipað. En þær áttu samt það, sem hún átti ekki: allt sameiginlegt hver með annari — hún aftur á móti ekkert með þeim. i því var munurinn fólginn. Hún gleymdi því aldrei, hve óumræði- lega glöð hún hafði orðið eitt kvöld. Hún var á leið heim, og þá sá hún allt í einu skammt frá sér tvo menn. Og hun heyrði þá tala íslenzku — tala málið hennar. N,-Kv., XXVI. árp. 7.-9. h. Var það nú ekki Guðs náð, að hún ein- mitt skyldi vera úti á þessum stað og þessari stund? Hún hugsaði sig alls ekk- ert um, en hlýddi undir eins þeirri fyrstu hvöt, sem hreimur málsins vakti hjá henni. Hún þaut brosandi af stað í áttina til þeirra. Þeir veittu henni líka eftirtekt og stöldruðu við. En þeir misskildu hana — héldu hana auðsjáanlega í allt öðrum erindagerðum en hún var. — Og nú heyrði hún málið sitt aftur — fagra, margþráða málið... En þeir sögðu við hana orð, sem ennþá sviðu í sál hennar — svívirðileg orð, sem ennþá gátu kom- ið blóðinu til að þjóta upp í kirinar henn- ar í hvert sinn, sem henni duttu þau í hug. Hún gat ekki reiðst þeim — hún vissi, að þeir köstuðu öllu þessu skarni á hana í alveg gersamlega hugsunarlausri og tilgangslausri kátínu, í þeirri trú að henni gæti ekki gert það neitt til, hver sem hún væri, vegna þess að hún mundi ekki skilja það. Henni fannst fyrst eins og hún ætlaði að hníga niður í sömu sporum af blygðun. En hún áttaði sig samt fljótt svo mikið, að hún gat snúið við og lagt á flótta eins og fætur tog- uðu þvert yfir götuna — og burtu. Hlát- ur piltanna hljómaði á eftir henni, og hún heyrði greinilega, að annar þeirra sagði: ■ »Nei, sko — lítt’á! Mikill fjandi, lags- maður! Henni lízt ekkert á íslenzkuna þessari!« Á eftir hafði hún stundum ásakað sjálfa sig fyrir að hafa ekki látið sem 13

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.