Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Síða 48

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Síða 48
142 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ekki svipt hann arfinum, sem hann fékk eftir Vilhelm. Þegar skipstjóri kom til hans, til þess að taka á móti laununum fyrir glæp sinn, sagði Elten hlæjandi við hann: »Þarna sjáið þér nú, að hræðsla yðar var ástæðu- laus. Nú hafið þér ekkert að óttast fram- ar, og ég ímynda mér; að þér getið gert yður margan glaðan dag fyrir 20000 dali«. Kast var ekki eins glaður. »Það mun lítil blessun hvíla yfir peningunum, því að mér er horfin öll gleði og rósemi«, svaraði hann, »sá kvíði, að glæpurinn muni enn komast upp, getur ekki yfir- gefið mig«. »Heimska tóm. Hinir dauðu eru þögulir. Að fáum vikum liðnum verð- ið þér á annari skoðun«. Skipstjóri hristi höfuðið efablandinn. »Á ég að gefa yður ráð«; hélt Elten áfram. »Flytjið yður burtu úr þessum bæ, þér eruð nógu ríkur til þess að geta lifað hvar sem vera skal og alveg eftir því sem yður líkar bezt. Þar veit enginn neitt um þenna viðburð; þetta myndi ég efalaust gera«. »En ég ekki«, svaraði Kast. »Ég verð kyrr. Ég sé það glöggt á svip kunningja minna, að þeir eru ekki trúaðir á sakleysi mitt. Færi ég burt, þá yrði það til þess að styrkja grun þeirra. Ég vil heldur ganga beint á móti hætt- unni en hafa hana að baki mér«. »Alltaf þessi sami kvíði!« greip Elten fram í. »Ef þér farið burtu, þá megið þér eiga víst, að ég ver málstað yðar rækilega og betur en þér gerið sjálfur«. Skipstjóri brosti fyrirlitlega. »Haldið þér að yður verði trúað betur en mér. Sá sem grunar mig, hann mun líka vera svo hygginn að ráða í, hver sé upphafs- maðurinn, því að þér hafið fengið arf- inn en ég ekki«. Ég hef borgað yður tölu- verðan hluta af honum«. »Segið þér öðr- um frá þessu«, svaraði Kast önugur. »Mér væri kærara að verkið væri óunnið og ég gæti lifað rólegur«. Hann kvaddi og fór, auðsjáanlega í mikilli geðshrær- ingu. Elten var miklu rólegri, því að hann gat ekki séð nein líkindi til þess, að glæp- urinn yrði uppvís, svo framarlega sem. Kast kæmi ekki upp um sig sjálfur, og að það mundi ekki verða þóttist hann vita fyrir víst. Hann hafði engar áhyggj- ur vegna dóttur sinnar, og þó var ástand hennar hið hörmulegasta. Reyndar renndi hann grun í, að hjarta hennar væri sjúkt, en hann tók sér það ekki nærri, því að hann treysti því, að tíminn mundi lækna hana. Margar vikur voru liðnar. Tom, sem alls ekki vildi vera lengur á skipi Eltens, hafði enn ekki getað fengið neina at- vinnu, þó að hann hefði gert sér far um það. ‘Skipstjórar fráfældust hann, vegna þess að hann var orðinn svo gamall og gráhærður, jafnvel þó að hann gæti leyst verk sitt eins vel af hendi og hver ann- ar. Framtíðarhorfur hans voru ekki glæsi- legar. Þar eð hann átti enga ættingja hafði honum aldrei komið til hugar að spara; hann hafði vonast eftir að fá að deyja á sjónum. Honum leiddist að gefa sig í stöðuga vinnu. Kærast hefði honum verið að reisa veitingahús handa sjó- mönnum nálægt höfninni, til þess að geta. talað um sjóferðir og siglingar við þá, en hann vantaði peninga til þess. Mestan hluta dagsins hélt hann til niður við höfnina; hann átti enn eftir nokkuð ó- eytt af kaupi sínu fyrir seinustu ferðina og við og við vann hann sér inn dálítið fyrir smávik, sem hann gerði. (Frh.).

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.