Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 24
118 NÝJAR KVÖLDVÖKUR »Hvað gengur annars að henni? Hefur hið bölvaða stríð gert hana algerlega miskunnarlausa? Þýzk börn í sveltu, þýzkir sjómenn drukknaðir, þýzkir flug- menn brenndir — en, guð minn góður, er þá öll þjóðin orðin band-vitlaus?« . Monu finnst hún ætla að kafna. »Hún er gömul og býst ekki við að lifa lengi hér eftir, og svo, af því að ég vil giftast beztu stúlkunni í heiminum og hafa hana heim með mér...«. En hlátur hans breytist nú í grát, og hann getur ekki sagt meira. Mona getur varla orði upp komið heldur, og tárin fylla augu hennar, en að lokum segir hún: »Óskar, þetta er allt mér að kenna. Ég er komin upp á milli þín og móður þinn- ar. Þú verður að fara aftur heim í land þitt til móður þinnar — og láta mig vera kyrra hér«. óskar lyftir höfðinu, og Mona sér, að svipur hans er afmyndaður. »Land mitt? móðir mín? Ég á hvorki föðurland né móður. Ég hverf aldrei aft- ur til þeirra — aldrei að eilífu! Á sömu stundu er hann farinn, áður en Mona getur rétt fram hendurnar til að aftra honum. Þar sem hún er ein í bænum, verður hún að gæta verka sinna eftir venju — kýrnar þarf að mjólka og gefa þeim, og þegar því er lokið og hún hefur mælt út mjólk fanganna, hefur hún tíma til að hugsa um núverandi kringumstæður sín- ar. Fyrst að móðir óskars hefur neitað að taka á móti henni, er Þýzkaland einnig lokað fyrir þeim. Af því að hún elskar Óskar og hann hana, og þau eru af tveim mismunandi þjóðum, sem hafa átt í ófriði hvor við aðra, á nú að ofsækja þau um heim allan eins og útskúfaðar sálir, sem engan dvalarstað finna. »Veslings óskar. Það er nú verra fyrir- hann«, hugsar hún. 13. KAPITULI. Mennirnir úr fjórðu og fimmtu deild, þrír fjórðu hlutar varðmannanna og margir fyrirliðar eru farnir. Þá kemur dag nokkurn ókunnur maður til herbúð- anna og gerir tilboð í allar byggingarn- ar þar í heilu lagi. Þegar hann hefur farið hringferð um. þær og virt þær fyrir sér, kemur hann heim á bæinn til heildaryfirlits. f sama. bili kemur Mona út úr mjólkurbúrinu. Gesturinn er Ameríkumaður, frjálsleg- ur og viðfeldinn, og til þess að brjóta. upp á samtali við hana, segir hann bros- andi: »Bærinn er líklega ekki sjálfur til sölu ?« »Þér skuluð spyrja jarðeigandann að því«, segir Mona. »Nú, á ekki að snúa sér til yðar? Þér eruð ábúandi jarðarinnar, er ekki svo?« »Jú, en ég er rétt á förum heðan«. »ó, nú man ég, að ég hef heyrt yðar minnzt áður. Hvert hugsið þér yður að fara héðan?« »Ég hef enga ákvörðun tekið um það ennþá«. Hann mælir hana með augunum hátt og lágt og segir síðan brosandi: »Þá ættuð þér að koma yfir um til ætt- lands míns, stúlka mín. Við höfum nokkrar laglegar og duglegar meyjar fyrir vestan, en ég þori að fullyrða, að við getum bætt nokkrum við af þeirri tegund«. Mona hrekkur við. Þó að orðin séu sögð blátt áfram, hljóma þau sem engla- söngur í eyrum hennar. Ameríka! »Hin mikla sambræðslustöð þjóðflokkanna!« Allar þjóðir heimsins eiga þar athvarf.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.