Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 45

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 45
ÚTI Á HAFI 139 dauðu, af því að ég hef góða samvizku. »Þegiðu!« öskraði skipstjóri og þreif til brjóstsvasans, en stillti sig aftur og skip- aði að bera hinn dauða burtu. Alia nóttina gekk hann fram og aftur á þilfarinu, og þegar dagaði, skein morg- unsólin á andlit hans, nábleikt og af- myndað. Á þessari nótt sýndist hann hafa elzt um mörg ár. Allir skipvei’jar voru hljóðir og þögulir, þegar skipið tveim dögum síðar sigldi inn á höfnina heima. Þeir voru allir sannfærðir um, að skipstjóri hefði drepið þá Vilhelm og Lessen, en hver gat ákært hann, þar sem enginn hafði séð það? Bátsmaður- inn var mjög reikull í frásögu sinni um það, hvort það hefði verið með rómi skipstjóra, sem hann heyrði hrópað um nóttina; það var sem hann óttaðist skip- stjóra. Jafnskjótt og skipið var búið að hafna sig og kasta akkerum, fór skipstjóri í land. Hann hafði stranglega fyrirboðið að nokkur færi úr skipinu fyrr en hann kæmi aftur. Þegar hann kom í land, var það hans fyrsta verk að heimsækja El- ten. Á leiðinni þangað óskaði hann, að mæta ekki neinum kunningja sínum, því hann óttaðist, að á svip sínum myndi sjást, hvernig honum var innanbrjósts. Til þess að geta fengið hina 20000 dali hafði hann gerzt morðingi, og ágirndin hafði svæft samvizku hans, en nú hefði hann viljað gefa helmingi meira, til þess að verkið væri óunnið, og að hann gæti frjálslega litið upp á hvern mann. Hon- um varð erfið gangan þessa stuttu leið, því angistarsvitinn draup af honum. Þannig á sig kominn gekk hann inn á skrifstofu Eltens. Reiðarinn spratt undrandi á fætur. »Góðan dag, skipstjóri«, sagði hann og rétti honum höndina. »Hamingjusamlega heim kominn og allt í góðu lagi?«i' »Já, allt í lagi«, endurtók Kast með hljóm- lausri rödd. »Og Vilhelm?« spurði reiðarinn í lág- um róm. »Hann er ekki heim kominn, svaraöi Kast og leit undan. »Er hann dauður?« »Já, dauður?« »Já, dauður«, svaraði Kast og hneig niður á legubekk- inn. »Skipstjóri, skipstjóri, hvaö er að yður?« hrópaði Elten óttasleginn. »Hann er dauður, eins og þér hafið óskað«, svaraði Kast og reis upp«. »Ekki óskað — ekki óskað, en ég efni það, sem ég hef lofað. Vesalings strákurinn er þá dauður!« Kast spratt á fætur. »Já, hann er dauður, en ég vildi að hann væri á lífi og ég gæti fleygt hinum 20000 döl- um fyrir fætur yðar. Gullið hefur tælt mig, en ég veit ennþá ekki, hvort ég fæ að njóta þess. Ég vildi að ég hefði aldr- ei tekið drenginn á skip mitt, því að ég óttast, að dauði hans geti hæglega kostað mig höfuðið og yður líka«. »Mig líka«, endurtók Elten óttafullur. ,»Haldið þér, að ef ég get ekki hrundið sökinni af mér, að ég muni bera hana einn«, hrópaði Kast og hló æðislega. »Þetta var starf, sem við tókum báðir þátt í, og eins og þér hafið skift ágóðanum, þannig skifti ég sökinni«. »Ég hef ekkert sagt, ekkert«, sagði Elten, titrandi af hræðslu. »Hafið þér vitni? Hvað hefi ég sagt? Ekkert«. Kast leit á hann fyrirlitlega. »Ætlið þér, að nokkur trúi því, að ég hafi fleygt di'engnum, sem var orðinn góður sjó- maður, útbyrðis bara að gamni mínu? Eða ímyndið þér yður, að nokkur ætli mig þann heimskingja að fara að drýgja glæp, bara til þess, að þér getið fengið mikinn arf? Ha, ha! Við verðum að skifta hegningunni bróðurlega«. Síðan settist hann niður aftur og sagði upp alla söguna, því að hann þurfti ekki að leyna Elten neinu. »Það er aðeins um. eitt að gera fyrir mig«, sagði hann að 18

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.