Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 37

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 37
ÚTI. Á HAFI 131 hann vildi feigan. Hann lét bókina aft- ur, sem hann var að lesa í. »Svo er í ráði«, svaraði hann. »Það er vilji Vilhelms sjálfs að verða sjómaður og ég hef enga ástæðu til þess að setja mig á móti því, því duglegur sjómaður hefur ávallt atvinnu og getur innunnið sér mikið, einkum ef hann á sjálfur skip að fara með«. »Hef ég ekki líka sagt það«, tók Vil- helm fram í. Jafnvel þótt hann væri orð- inn 17 ára, var hann þó mjög barnsleg- ur á svip. Hann var fölur í andliti og grannvaxinn og ekki sterklegur. Anna kreisti saman varirnar og horfði hálf gremjulega á frænda sinn, sem hafði verið leikbróðir hennar síðan hann kom þar í húsið. »Þú getur ekki orðið sjómaður«,sagðihún. »Hversvegna ekki?« »Þú ert alltof veiklulegur«. Ég er ekki veiklulegur«, svaraði pilturinn. »Hann segir satt«, sagði Elten, »ég trúi því ekki að hann sé of heilsulítill eða veiklulegur, sjóloftið mun styrkja hann og þegar hann kemur aftur úr fyrstu ferðinni, muntu naumast þekkja hann«. »Og á hann að fara með Kast skip- stjóra?« spurði Anna ennfremur. »Já, það er vilji minn«. »Það má hann ekki«, svaraði Anna mjög einbeittleg. »Hvað kemur það _þér við? Hversvegna má hann það ekki?« spurði Elten reiður. »Kast er harður og illur maður«, hélt Anna áfram. »Allir aumkva þá veslings hásetana, sem eru á skipinu hjá honum«. »Hver dirfist að fella slíkan dóm yfir skipstjóra mínum?« sagði Elten byrstur, en reyndi þó að stilla sig. »Það er heimska að tala þannig, því skipstjórinn er mjög áreiðanlegur og duglegur sjó- maður. Ég met það mikils, að hann hef- ur strangan aga á sínum mönnum og ég veit að sá, sem þjónar honum, verður duglegur sjómaður, sem ekki lætur und- ir eins hugfallast. Einmitt þess vegna hef ég ákveðið að Vilhelm skuli ráðast á skip til hans, og því verður ekki breytt«. »Ég hræðist ekki heldur skipstjórann«, sagði Vilhelm. »Farið þið nú«, sagði El- ten, og um leið og hann sneri sér að Vil- helm sagði hann: »Það sem þú þarft með til fararinnar annast ég um, en ef þú sjálfur hefur eitthvað að hugsa um, verður þú að flýta þér, því innan tveggja daga fer skipið«. Vilhelm ætlaði að fara, en Anna hélt í hann. »Hvað villtu?« spurði Elten byrstur. »Ef honum skyldi nú vilja eitthvert slys til«, sagði Anna og horfði stíft á föður sinn. Það var sem Elten fengi krampadrætti í varirnar. »Því dettur þér það í hug?« spurði hann og var sem hann vildi lesa í augu Önnu. »Ég veit, að Kast sýnir mönnum sín- um enga hlífð eða vorkunnsemk. »Þú veizt ekkert, og þér væri nær að hugsa um skólabækur þínar«, öskraði reiðarinn. »Hvað ætli þú vitir um lífið á sjónum? Náttúrlega heldur ekki skipstjóri regn- hlíf yfir mönnum sínum, þótt dropi komi úr loftinu, eða sendir þá ofan í káetu þótt golublær komi. Eg vildi heldur ekki hafa slíkan mann yfir mínu skipi. En ég er annars heimskur að vera að tala um þetta við þig, þér kemur það ekkert við, og þú skilur ekkert í þvk. »Ég skil dá- lítið í því«, sagði Anna, hálf þrjózkuleg. »Þegiðu!« sagði Elten reiður, »ég skal hlýða þér yfir í kvöld og vita hvort þú skilur í því, sem þú átt að skilja, og ég vil vona, að þú standir þig vel, að öðr- um kosti sendi ég þig burt í skóla, þar sem þú fær nóg annað að hugsa um. — Svona, farðu nú, en þú, Vilnelm, getur komið til mín í fyrramálið og fengið leíð— beiningar og annað, sem þú þarft til far- arinnar«. Anna virtist enn enga löngun hafa til að fara, en Vilhelm dró hana með sér. Elten hafði aldrei tekizt að ná 17*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.