Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 12
106 NÝJAR KVÖLDVÖKUR telja sjálfri sér trú um, að hún væri glöð yfir skilnaði þeirra þarna — að hann hafði ekki beðið hana um að fá að fara inn með henni — það lýsti svo fínum til- íinningum hjá honum... En innst inni reif og sveið undarlegur sársauki. — Það var rödd þar inni sem sagði, að gæfan hefði komið að dyrum hennar og snúið aftur... og hann kæmi þangað aldrei framar... aldrei... Og þegar hún kom í rúmið, var eng- inn, sem sá neitt, nema nóttin og myrkr- ið — og þá þarf enginn heldur að aftra þeim tárum frá að renna, sem vilja renna... Og hún grét eins og hún vissi, að það, sem nú var gengið, mundi vekja henni harm á hinztu stundu... SAGNIR. Huldubýli. (Handrit Baldvins Jónatanssonar). Það var eitt sinn, að Sigmundur Jóns- son í Garði í Aðaldal var á heimleið frá Húsavík á vetrartíma og lá leið hans suður dalinn fram með Laxá. Skall þá yfir grenjandi stórhríð. Sigmundur þótt- ist öruggur að rata, þótt dimmt væri og tók stefnuna þvera frá Laxá og vestur að Garði. Svo er landslagi háttað þar í dalnum, að víða eru hraun og háir hólar. Fannst Sigmundi hann vera á réttri leið, en fyrr en hann varði, kom hann að bæ og varð feginn, því að hríðin fór versn- andi. Bærinn stóð opinn, svo að Sig- mundur fór rakleitt inn í bæjardymar. En þegar hann fór að líta í kringum sig, kannaðist hann ekkert við bæinn né held- ur hluti þá, er í bæjardyrunum voru, t. d- þrettán aska nýþvegna, mjög vandaða að smíði, og fleira. Hann fór að skyggn- ast um í göngunum og leit inn í eldhús- ið; voru þar tvær fríðar konur að tala saman, en ekki kannaðist hann við að hafa séð þær fyrr í öllum Aðaldal. Sig- mund fór nú að gruna að þetta væri huldufólksbær og af því að hann hafði heyrt, að eina ráðið til að komast klakk- laust úr slíkum híbýlum, væri að ganga aftur á bak, tók hann það ráð og komst með þeim hætti út úr bænum aftur. Þá tók hann fyrst eftir því, að hann stóð undir háum hraunkletti norðaustur frá Garði og rofaði um leið svo til í hríðinnþ að hann sá heim til sín. Lýst eftir brút. (Handrit Hannesar Jónssonar í Hleiðargarði). Sunnlenzkur karl hitti nágranna sinn á förnum vegi og mælti: »Hefur þú ekki séð hrútinn minn, laxmaður? Hann á að vera veturgamall — í vöngunum, tvæ- vetur — í huppunum, gamall aftan á lærunum; gleiðhymtur — gashyrntur — spírhyrntur — kollóttur. Hann slapp frá mér seint á góu — snemma á brundtíð — hér um bil átján vikur af þorra. Hann stekkur hana Þjórsá á gljúfrunum, toll- ir hvergi nema í Hellnafénu. Ég ætla að biðja þig að sauma fyrir hann, ef þii sér hann ekki«. Dranmvísa. (Handrit Hannesar Jónssonar í Hleiðargarði). Þegar móðir Friðriks Jónssonar, stór- bónda á Bakka við Eyjafjörð, andaðist, var Friðrik í æsku. Skildi móðir hans honum eftir lítil efni; hafði hún haft orð á því í banalegunni. Skömmu eftir lát hennar, dreymdi vinkonu hennar, að hún kæmi til hennar. Var hún þá stúr- in mjög og hnuggin og mælti fram vísu þessa: Harmaljárinn hjartað sker, hryggðarsárin spenna. Friðrik stár í minni mér, mín því tárin renna. —*—

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.