Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 35
Friedrich Friedrich: ÚTI Á HAFI. Árni Ilólm þýddi. (Frh.). »Ef um litla fyrirhöfn væri að ræða, eða jafnvel þótt það væri erfitt verk, mundi ég' ekki vera á báðum áttum, en ég hefi alls enga löngun til að missa allt, sem ég er búinn að innvinna mér á mörg- um árum«. »Ha, ha, þér hafið ekki ævinlega verið svona kvíðinn. Þegar við fyrir 3 árum vorum í félagi með skipið, sællar minn- ingar, sem sprakk upp og fórst, þá vor- uð þér nógu einbeittur«. »Já, en þá sór ég, að setja ekki höfuð mitt oftar í þá bölvaða snöru, því lítið vantaði á( að ég sæti fastur með höfuðið í henni«. »Nei, svo langt gekk það ekki; ég hefði líka í tíma frelsað yður úr klípunni, ef þess hefði þurft. En það varð reyndar meira úr, en við höfðum um talað«. »Hafið þér þá kúlu, sem þér eruð bú- inn að skjóta úr byssunni á valdi yðar, eða getið þér, ef þér hafið kveikt í húsi, vitað, hversu eldurinn muni útbreiðast. Eg hafði þá undirbúið allt, sem ræki- legast, en að bátsmaðurinn mundi missa lífið, það gat mig ekki grunað, og ein- mitt þess vegna hefði mér orðið það dýrt spaug, ef það hefði sannast, að ég lét skipið farast viljandi. Réttið djölf- inum litla fingurinn, og hann mun grípa í alla höndina. Ég vil ekkert eiga við þessháttar, framar!« »Skipstjóri, ég þekki yður naumast fyrir sama mann; áður höfðuð þér hug til alls. Samvizka yðar Virðist allt í einu vera vöknuð«. »Það snertir ekkert samvizku mína, en skynsemin segir mér, að það sé heimska, þegar maður er búinn að eign- ast nóg, að voga öllu til þess að græða enn meira«. »Það væri líka heimska, en er hér því máli að skipta?« sagði freistarinn og færði sig æ nær og nær skipstjóranum. »Þér hafið sjálfur sagt, að þér séuð ekki vanur að hlífa neinum af mönnum yðar, það er líka rétt, og eins að því er snert- ir frænda minn. Hver getur þá ásakað yður, þó að þér, til þess að gera hann að duglegum sjómanni, skipuðu honum eitthvert hættulegt verk, sem kynni að baka honum fjártjón eða dauða. Það er hans sök, ef hann er ekki nógu varkár«. Skipstjórinn þagði og starði fram undan sér. Hinum 20000 dölum gat hann ekki hrundið úr huga sér. Loksins sagði hann: »Því talið þér ekki greinilega? Þér haíið ekki hug til að segja hvert ætlun- arverkið er, en ég á að framkvæma það«. Elten kinkaði kolli og sagði: »Ég get aðeins tekið það upp aftur, að ég borga yður út í peningum 20000 dali, ef þér við afturkomu yðar flytjið mér dauðafregn piltsins. Er þetta ekki nógu skýrt? Þér hafið þó ávallt áður skilið mig svo vel«. »Já, það er nógu skýrt«, svaraði skipstjórinn og hló gremjulega. »Ég á að fleygja piltinum útbyrðis, ann- aðhvort með eigin hendi, eða fela honum eitthvert verk á hendur, sem veldur dauða hans; hvort heldur er stendur yður á sama, bara að hann eigi ekki aftur- n'

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.