Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 23
MONA 117 færa sig við lögfræðing og fá skýringn •á málinu nú þegar. »Ég er hræddur um að maðurinn hafi rétt fyrir sér, ungfrú«. Það er lögfræðingurinn, sem Mona hefur snúið sér til, sem talar þannig. »Það var slæm verzlun, sem veslings faðir yðar gjörði þá við stjórnina, og þeir einu, sem líta út fyrir að hagnast á þessu, eru jarðeigandinn og nýi ábúand- inn«. »Hvað ráðið þér mér þá til að gera?« »Seljið áhöfn yðar og bætið skaðann, sem orðið hefur á jörðinni, og byrjið svo á nýjan leik með það, sem eftir verð- ur«. »Viljið þér sjá um uppboðið'fyrir mig hið bráðasta«, segir Mona og snýr heim- leiðis, ef ekki hamingjusöm, þá að minnsta kosti í léttara skapi. Hún er nýkomin heim, búin að hafa fataskipti og byrjuð á kvöldmjöltunum í fjósinu, þegar hún sér óskar koma, en bleik vetrarsólin skín inn um opnar fjósdyrnar. Andlit óskars er fölt, næst- um því vofulegt, og svipur hans veldur því, að hjarta hennar herpist saman. Líkaminn er lotinn og hann gengur eins og ævagamall, útslitinn maður. »Hvað hefur komið fyrir?« spyr hún. »Lestu sjálf, þá sérðu það«, segir hann, og með nístandi hlátri réttir hann henni sendibréf. »Er það frá móður þinni?« »Sjáðu sjálf!« »Neitar hún að taka á móti mér?« »Lestu það. Það er skrifað á ensku — auðsjáanlega fyrir þig«. Mona les: »óskar — bréf þitt hefur gert mig svo hrygga. Að hugsa sér, að sonur minn skyldi kvænast enskri stúlku, •—- stúlku, sem er af þeim viðbjóðslega þjóðflokki, sem drap systur hans. Það er óttaleg- asta sorgin, sem ég hef orðið fyrir á æfi minni«. Áframhald bréfsins er á sama veg. Ef óskar reynir að flytja þessa ensku stúlku til Þýzkalands, mun móðir hans neita að taka á móti henni. Ef hún tæki á móti henni, mundi sérhver þýzk stúlka, sem einhverja virðingu hefði fyrir sjálfri sér, gefa henni illt auga og framvegis forðast hús hennar. Þær tilfinningar, sem fólkið í Þýzkalandi ber til hinna við- bjóðslegu Englendinga, eru mjög haturs- fullar, sakir dýrslegrar framkomu þeirra í stríðinu og skrílslegra hugmynda þeirra um frið, þar sem þeir hafa svelt þýzk börn til bana í hundraðatali með skamm- arlegu hafnbanni, drekkt þýzkum sjó- mönnum í kafbátum úti á reginhafi, kveikt í loftförum á flugi, og nú féfletta þeir landið með hræðilegum skaðabóta- kröfum. Ekkert heimili með nokkurri sjálfsvirðingu mun fyrst um sinn hýsa mann af þeim þjóðflokki. »Segðu þessari ensku stúlku frá mér, að ef hún giftist þér og kemur hingað til lands, muni menn umgangast hana eins og líkþráa menn, sem engir vilja neitt hafa saman við að sælda. Aldrei fær hún að stíga fæti sínum inn fyrir dyr hjá mér! óskar, sonur minn, ég elska þig og hef nú lengi beðið þín. Ég er orðin göm- ul og á skammt ólifað,, en heldur vildi ég sjá þig dáinn og grafinn en vita þig kvæntan enskri stúlku«. Þegar Mona lítur upp úr bréfinu, horf- ir óskar fast á hana, og munnur hans dregst saman í óviðfeldið bros. »Það er dálaglegt að senda svona bréf manni, sem hefur verið lokaður inni í fjögur ár, hvað finnst þér?« segir hann og rekur upp hræðilegan hlátur. »Og ég, sem var svo viss um hana. Ég hélt, að hún mundi gera hvað, sem vera vildi, fyrir mig«. Enn hlær hann hátt og óviðfeldið.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.