Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 10
104 NÝJAR KVÖLDVÖKUR fólk segir svona«, sagði Beta, »mér dett- ur ekki í hug að trúa því. -— Annars hef ég nú reyndar heyrt, að hann í heilt ár eða meira hafi alltaf verið að reyna að hjálpa ólafíu þessari og halda henni upp úr — og að minnsta kosti gat hann ekk- ert gert að því, þó hún færi að eiga krakka með hálfvitlausum strák...«. »Nú, þú heldur það ekki? Uss-uss — mikið blessað barn ert þú nú annars í lögum, Beta mín«, sagði Björg... »Jú, hann er alveg hreint voða-maður, hann Bjarni. — En mér finnst hann nú alveg afskaplega sætur samt... og ég dansa alltaf við hann á öllum »Landaböllum« — ég get ekki að því gert, það segi ég satt. — En það er nú alveg satt, að hann er alltaf í einhverju makki við þær báðar, hana fröken Hansen og hana Jóhönnu... Sáuð þið ekki, þegar hann sat þarna á milli þeirra í kvöld? — En þær láta líka alveg eins og ég veit ekki hvað í kringum hann alltaf hreint — og hanga utan í strákgreyinu — það er bara viðbjóðslegt. Og munið þið ekki eftir henni Petru norsku? Ja, — Guð. Það var nú bara blátt áfram hreinn skandali«. Lengri varð samræðan ekki, því Bjarni kom í sama bili aftur. Hann hneigði sig fyrir Guðríði og bauð henni upp. Fyrsta hugsun hennar var að segja nei. En hún vildi ekki sýna hinum stúlkunum, að tal þeirra Iiefði haft nein áhrif — og hún vissi að þær horfðu á þau og reyndu að geta sér til um, hvernig henni væri inn- anbrjósts — svo hún stóð upp og fór með honum út á gólfið. Hún var svo hrygg — hún skyldi ekki sjálf, hvernig á því stóð. Nokkrar slúð- ursögur — hvað kom það henni við? En samt sem áður varð hún að hafa sig alla við til þess að aftra tárunum frá að renna... Allt lá einhvernveginn í rústum fyrir henni. En hún harkaði af sér, varð stíf og kóld að ytra útliti... Hann íann brátt, að einhver breyting var orðin á viðmóti hennar. Hann hall- aði henni upp að sér, og hún veitti enga mótstöðu. Hann hvíslaði að henni — spurði hvort hún væri þreytt. Hún heyrði ástúðina í rödd hans, en gat ekki. svarað. Svo leiddi hann hana fram fyrir aftur og lét hana setjast, vildi biðja um einhverja hressingu handa henni. En hún stöðvaði hann. Hún hafði ekki lyst á neinu. Við næsta borð sátu nokkrir ölvaðir menn. Hingað til hafði allt gengið í bróð- erni hjá þeim, en allt í einu reis upp deila — út af engu — og þeir urðu mjög háværir. Tveir veitingaþjónar kornu hlaupandi til þess að þagga niður í þeim, en það gerði einungis illt verra. Þá varr formaðurinn sóttur, og átti hann annað- hvort að sefa þá eða koma þeim burtu. Við það urðu þeir ennþá háværari. — Bjarni tók eftir því, að Guðríður var orðin náföl, og það fór um hana titring- ur. Hann hélt, að hún væri hrædd. »Við skulum fara héðan«, hvíslaðí hann, — »ég skal fylgja þér«. Hún stóð undir eins upp. Henni fannst hún verða að hlýða honum alveg ósjálf- rátt. Hann náði í yfirhafnir þeirra í fata- geymslunni, hjálpaði henni í, og þau fóru út. Þar tók hann handlegg hennar og þau leiddust. — Hún lét hann fara sínu fram. Hún hafði nóg að gera að halda grátnum niðri í sér, hafði enga aðra hugsun, en þá, að láta ekki bera á því hversu sorgbitin hún var. Henni tókst það. En hún var köld eins og ís og hreyfði sig eins og hún gengi í svefni. Veðrið var yndislegt — milt haustveð- ur. Þau gengu þar sem fáferðugt var, undir háum trjám og milli limgirðinga við vötnin. Andvarinn hvíslaði í gulnuð- um blöðum trjánna. Hvorugt þeirra sagði nokkurt orð.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.