Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 32
126 NÝJAR KVÖLDVÖKUII fræ neinnar jurtar, heldur er þaö að mestu unnið úr merg yagópáhnans. Hann er tré, sem vex villt í Mólukka og Sunda- eyjum. Hann er og allmikið ræktaður á Súmatra, Borneó og víðar. Hann vex einkum þar sem raklent er og verður þá allmikið tré, 10—15 metra hátt. Sagó- pálminn blómgast aðeins einu sinni á æf- inni þegar hann er 15—20 ára gamall, deyr hann síðan þegar aldinin hafa náð fullum þroska. Áður en blómgunin fer fram safnast í merg trésins mikið af mjölvisrikri forðanæringu, sem plantan ætlar til vaxtar og þroska blómum og aldinum. Til sagóvinnslu eru trén því felld rétt fyrir blómgunina, en stöngl- arnir síðan klofnir og mergurinn skafinn úr þeim. Mjölvið er síðan hreinsað úr mergnum og búin til úr því sagógrjón. Fer það fram á þann hátt, að mjölvið er vætt og elt síðan gegnum gróft sáld, myndast þá úr því smáklumpar. Þeir eru gerðir kúlulaga með því að hrista þá í íláti um skeið, síðan eru þeir hitaðir og halda síðan lögun sinni og eru þá kallað- ir sagógrjón, sem mjög eru notuð til manneldis víða um lönd. Allmikið af þeim sagógrjónuni, sem í verzlunum fást er samt ekki unnið úr sagópálmamerg, heldur ýmist úr öðrum pálmategundum, eða þá úr mjölvi ann- ara plantna. Einkum er mikið af sagó- grjónum búið til úr kartöflumjölvi. Þá hefir hinna merkustu brauð- og mjölvisplantna verið getið að nokkru. Margar eru þó ótaldar, en þær eru ann- að tveggja lítið ræktaðar, eða hafa alls enga þýðingu fyrir okkur. í næsta kafla ritgerðar þessarar verður getið hinna helztu norrænnu garðjurta. BÓKMENNTIR. Annáll nítjándu culdar. Safnað hefir séra Pétur Guðmundsson frá Grímsey. III. bindi, 3. hefti. Akureyri 1934. íslenzk þjóð á að mörgu leyti alveg einstæðar sögubókmenntir. Vér eigum Landnámabók, sem gerir grein fyrir æfi- ferli, ætt og uppruna fjölda margra land- námsmanna. Vér eigum íslendingasögur og Sturlungu. Vér eigum Sýslumannaæf- ir og prestaæfir og æfisögur óteljandi einstaklinga að fornu og nýju. Vér eig- um ótæmandi sjóð þjóðsagna og marg- víslegra frásagna, sem gefa upplýsingar um einstaka menn á ýmsum tímum. Vér eigum árbækur og annála, sem rekja við- burðina í lífi þjóðarinnar með furðuleg- ustu nákvæmni frá ári til árs. Og loks eigum vér mestu kynstur af ættartölu- bókum, sem nafngreina og ættfæra og geta oft að einhverju um ótölulegan fjölda manna, sem lifað hafa á þessu landi allt frá landnámsöld. Engin þjóð á að tiltölu aðra eins þekkingu á sögu sinni frá upphafi, né veít jafn nákvæm skil á hverri kynslóð í marga ættliði. Enda er þetta einungis unnt, vegna þess hve fámenn þjóðin hefur verið og hefur orsakazt af því, hversu saga þjóðarinn- ar hefur óhjákvæmilega verið tengd við sögu sérstakra ætta og einstaklinga. Saga vor hefur að miklu leyti verið persónu- saga. Ágæt viðbót við það, sem vér höfum áður átt af þessu tagi er Annáll nítjándu aldar, sem séra Pétur Guðmundsson hef- ur safnað til, en sonur hans, Hallgrímur Pétursson, bókbindari, gefur út. Eru nú 22 ár síðan rit þetta fór að koma út og varð nokkur töf á útgáfunni á stríðsár- unum, en síðan 1924 hefur Annállinn komið nokkuð reglulega út, eitt hefti á

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.