Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 43
ÚTI Á HAFI 137 ég horfa í augu honum og sýna honum, að mín gömlu augu eru mjög aðgætin, og hafa séð nokkuð, sem hann vill ekki láta sjá«. »Hvað er það«, spurði Vilhelm. »Kærðu þig ekki um það, Vilhelm, og spurðu mig ekki því að ég get ekki sagt það. En ég er þér velviljaður og þú verð- ur að treysta mér. Þú getur fengið að koma í land, því sá gamli getur ekki allt- af neitað mér um leyfi, og ef hann gerir það, þá getur þú farið með bátsmannin- um, sem þér er óhætt að treysta«. Margar vikur voru nú liðnar og skipið var á heimleið. Vilhelm hafði oft farið í land, annaðhvort .í för með Tom gamla eða bátsmanninum, svo hann hafði lært töluvert að þekkja lífið þar. Hann hafði líka komzit að raun um, að Tom hafði satt að mæla, þegar hann áminnti hann um að hafa opin augun, því móti vilja sínum hafði Vilhelm einn dag komizt í áflog og lá nærri að hann slyppi ekki ó- meiddur frá, því Kínverji einn kom aft- an að honum og ætlaði að reka hníf i hnakkann á þonum, en þá kom Tom í tæka tíð og sló Kínverjann í rot með byssuskeftinu. Reyndar fékk hann um leið hnífstungu í vinstra handlegginn, svo hann var frá verkum í nokkra daga, en að öðru leyti sluppu þeir óskaddaðir. Skipstjóri var á heimleiðinni í hinu versta skapi og lét gremju sína mest bitna á Tom, sem alltaf hélt föðurhendi yfir Vilhelm. Við Vilhelm talaði hann aldrei orð, en svipur hans varð ljótur í hvert sinn, sem hann sá hann. Kast hat- aði Vilhelm. Hann hafði lagt fyrir hann hin hættulegustu verk, en það var eins og einhver ósýnileg vera héldi verndar- hendi sinni yfir honum, og gramdist Kast það mjög. Sá ásetningur var orðinn fastur hjá honum að innvinna sér hina 20000 dali, sem Elten hafði lofað honum, °g hann beið bara eftir tækifæri til þess að losast við piltinn, en þetta tækifæri ætlaði aldrei að koma,- svo Kast var orð- inn mjög óþolinmóður. Eitt kvöld var mjög dimmt og all- hvasst. Reyndar hafði vindinn lægt um kvöldið, en sjórinn gekk mjög hátt. Vil- helm hafði næturvörð á þilfarinu, og var í glöðu skapi af því að hann hlakkaði mjög til heimkomunnar, sem nú var ekki langt að bíða. Hann hafði setzt á borð- stokkinn og hélt sér fast í taug, sem hann vafði utan um aðra hendina. Hann raulaði lag fyrir munni sér, því hann var að ímynda sér í huganum undrun önnu, þegar hann allt í einu kæmi héim aftur og væri búinn að fara svo víða. Skipstjóri var búinn að fullvissa sig um, að Tom væri niðri í káetu og svæfi. Þar lágu líka hinir hásetarnir, því enginn hafði neitt að gera á þilfarinu. Hann steig upp á þilfar, til að sjá, hvort Vil- helm væri líka vakandi. Stýrimaðurinn stóð aftur á skipinu við stýrið, og virt- ist ekki taka neitt eftir skipstjóra. Kast gekk hægt eftir þilfarinu. Þá sá hann Vilhelm sitja á borðstokknum og heyrði að hann var að syngja. Hann kreppti ó- sjálfrátt hnefann. Hann sneri sér undan og reyndi að bæla niður þá hugsun, sem fyrst læddist upp hjá honum, en hann gat ekki ráðið við hana. Að nokkrum dögum liðnum var skipið komið heim og 20000 dalirnir voru honum algerlega tap- aðir. Honum var erfitt um andardrátt- inn, en ágirndin hafði yfirhöndina, og hvíslaði að honum, að það væri nótt, og ekkert mannlegt auga gæti séð, hvað hann hefðist að. Hann svimaði og hon- um fannst sem hann sæi ljómann af gulli Eltens. Hann hugsaði sig nú ekki lengur um, heldur stökk á Vilhelm, sem einkis átti sér von, sló á þá höndina, sem hélt utan um taugina, og hratt honum út af borðstokknum. Lágt hljóð heyrðist frá hinum óhamingjusama, en það dó strax 18

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.