Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 17
MONA 111 »F.g er hrædd um, að við verðum að gera það. Það eru ýmsar mikilsverðar ráðstafanir, sem ég þarf nauðsynlega að gera«. Jarðeigandinn virðist ráðþrota um stund. »En ef þér segið nú, að það muni allt í'alla í ljúfa löð, þegar að því kemur, þá þurfum við ekki að tala frekar um það :nú, herra jarðeigandk, segir Mona. Jarðeigandinn, sem komizt hefur að -dyrunum og opnað þær, segir: »Til að segja sannleikann hreint og beint, þá hef ég nú tekið aðra ákvörðun«. Mona er eins og þrumu lostin. Með •erfiðismunum rís hún upp af stólnum. »Þér eigið þó ekki við, að þér — að J)ér — séuð á góðum vegi með að leigja jörðina öðrum á bak við mig?« »Og ef svo væri, hví skyldi ég þá ekki gera það? Ég á þó jörðina og get ráð- stafað henni eins og ég vil«. »En þér lofuðuð föður mínum — þér lofuðuð honum hátíðlega, þegar jörðin var tekin fyrir fangageymslu.....« »Faðir yðar er dáinn og sonur hans •er dáinn....« »En dóttir hans lifir, og hvað hefur hún gert, svo að.....« »Spyrjið mig ekki, hvað hún hafi gert, ungfrú!« »En það er einmitt það, sem ég spyr um, herra jarðeigandi!« »Já, fyrst þér endilega viljið heyra það, skuluð þér líka fá svar. Ég vil fá góðan mann af minni eigin þjóð til að rækta jörð mína, en ekki ókunnan mann úr landi óvinanna«. Mona er of reið til að tala fyrst í stað, og nokkrum mínútum síðar er hún kom- inn út á veginn og gengur grátandi heim- leiðis. Þegar hún nálgast bæinn mætir hún Óskari. Þegar hann sér, að hún hefur grátið, stöðvar hann hana og spyr, hvað komið hafi fyrir. Hún segir honurn það, en getur þó ekki um, hvað sagt hafi ver- ið um hann. »Feður yðar hafa búið hér á Knocka- loe langt fram í ættir, er ekki svo?« spyr hann. »Jú, fjórir ættliðir«. »Og þér eruð fæddar hér, er ekki svo ?« »Jú«. »Það er skammarlegt að breyta þannig við yður. Blátt áfram skammarlegt!« Mona er algerlega yfirbuguð. Hún hef- ur misst Knockaloe. Og þetta er friður- inn, sem hún hefur beðið um í bænum sínum. Dagarnir líða. Á hverjum morgni sér Mona nýja hópa af föngum hverfa frá herbúðunum, og hjarta hennar hrærist við þá sjón. Bráðum kemur röðin að ósk- ari. Hjartað kippist við í brjósti hennar við þá hugsun, að óskar gengur einn góð- an veðurdag ofan veginn á sama hátt og hinir og hverfur bak við Patrickskirkj- una. Að lokum vaknar þverúð hennar. Þús- undir minninga binda hana við Knocka- loe, en annars staðar á eyjunni eru þð staðir, þar sem hægt er að vera. Hún hefur heyrt um jörð norður á eynni, sem á að leigja í nóvember. Jörðin er stór, og því munu ekki nærri allir hafa nóga áhöfn á hana, en það hefur hún, því að alltaf hafði hún álitið það skyldu sína, að verja tekjum ófriðaráranna til að auka búfénaðinn, til þess að hún gæti aflað herbúðunum alls þess, er þær þurftu með. Hún stendur uppi í svefnherbergi sínu og ferðbýr sig til að hitta jarðeigandann þar nyrðra, þegar hún heyrir jódyn niðri á veginum. »Langi John Corlett«, sem vandi kom- ur sínar þangað til að biðja hennar, vegna hins ríkulega bústofns á jörðinni,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.