Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 49

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 49
ÆFINTYRI Sagan al mállausa drengnum. (Eftir handriti Baldvins Jónatanssonar). Einu sinni voru hjón á bæ. Þau áttu Tnörg börn og öll efnileg. Þó var yngsta bamið langefnilegast. Það var drengur, •sem hét Sighvatur. Samt sem áður var einn annmarki á um hag hans, sem miklu skipti, því að hann var mállaus. Leituðu foreldrar hans ýmsra ráða til þess að lækna hann, en það var árangurslaust. Þá var það eina nýársnótt, þegar Sig- hvatur var á tólfta árinu, að móðir hans, ■sem var í fjósi að mjólka kýr sínar, heyrði að mælt var í fjósinu: »Far þú, kona, á fund minn skjótt, fyrr en líður þessi nótt. Ég' mun gleðja særða sál og syni þínum gefa mál. Lítið gull þér gefur snót, sem geymt skal drengs við tungurót. mun hann við það málið fá og mæla eftir daga. þrjá. Aftur krefst ég þess af þér, þú að dveljir stund hjá mér, dóttur minni ljáir lið með líknarhendi að mennskum sið. Ég á heima í hamrakleif, heiti mitt er Ingileif. Komdu þessa nýjársnótt, nú er úti blítt og rótt«. Konan hlustar á erindi þetta og undr- ast fyrirburðinn, því að engan getur hún séð. En hún ásetur sér þegar, að fara að orðum þessum, og þykist þó vita, að bezt sé að halda öllu leyndu. Hún hraðar sér þá að mjólka, og að því búnu biður hún bónda sinn að lofa sér að -skreppa til næsta bæjar; segir að færið og veðrið sé svo gott og sig langi svo mikið til þess. Bóndi hennar lætur það þá. eftir henni, þótt honum þyki háttalag hennar undarlegt, því að hún var jafnan vön að vera heima á nýjársnótt. Konan býr sig þá í beztu fötin sín og leggur af stað frá bænum og stefnir upp í Kletta- kleif, sem kölluð var, rétt fyrir ofan bæinn. Þegar hún kemur þangað, sér hún þar hús allstórt með mörgum gluggum, og var albjart inni af skínandi ljósum. Dyrnar á húsinu eru opnar, og gengur hún rakleitt inn. Þar sér hún aldraða konu fríða og skörulega, sem situr á rúmi einu, en ofan við hana í rúminu liggur ung kona og svo fríð sýnum, að húsfreyja þykist aldrei hafa séð jafn- fagra konu. — Þegar eldri konan sér húsfreyju koma inn, stendur hún upp á móti henni og býður hana velkomna til húsa sinna. Síðan segir hún henni frá því, að dóttir sín liggi á sæng, og biður hana að leggja hendur yfir hana, því að eigi muni annars með þurfa, svo að hún verði léttari. Fer þá húsfreyja höndum um konuna, og eftir það fæðir hún mey- barn forkunnar fagurt. Þá safnast margt fólk umhverfis húsið og hún heyrir svo fagran söng, að hún verður sem frá sér numin. Konan eldri fær henni þá gull eitt lítið og biður hana að geyma það vel, og láta undir tungurætur konar síns, er hún komi heim. Líka fær hún hús- freyju pyngju eina fulla af gulli og fögr- um gimsteinum, og segir að það skuli vera uppbót þess, er hún hafi heitið henni, ef hún læknaði dóttur sína, af því að hún hefði brugðið svo fljótt við, að hjálpa henni. Síðan kveður hún bónda- konu með mikilli blíðu. — Þegar hús-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.