Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 34
128 NÝJAR KVÖLDVÖKUR fræga, belgíska skálds, sem nú er komin í þýðingu í bókasafn þjóðvinafélagsins, og hvetja sem flesta til þess að lesa hana. Efnið er meira hugfangandi en í nokk- urri skáldsögu og um það fjallað af svo miklu andríki og skáldlegri snilli, að hreinasta unun er að lesa. Þetta er ein af þeim bókum, sem ekki er unnt að gleyma og verður manni hjartfólgin, svo að mað- ur les hana aftur og aftur. Auk þess er hún náma af djúpviturlegum hugsunum, sem þó eru Ijóslega fram settar, svo að öllum er fært að skilja, sem bókina lesa meö athygli. Bogi ólafsson hefur, eins og hans var von og vísa, fært bókina í ljóm- andi fagran, íslenzkan búning, komið henni á gagnauðugt, íslenzkt mál, en þó jafnframt náð hinni heillandi mýkt og blikandi fegurð, sem svo mjög einkennir stíl þessa höfundar. Gaman væri að fá meira af slíkum bókum í bókasafni Þjóð- vinafélagsins og vildi ég sjá sama þýð- anda spreyta sig t. d. á »The Story of my Hearth«, eftir Richard Jefferies. Bœkur Menningarsjóðs. Aldahvörf í dýraríkinu nefnist bók um forndýrafræði eftir einn af hinum yngstu og duglegustu náttúrufræðingum vorum: Árna Friðriksson magister. Þessi bók fjallar um ýmsar þær stórmerkilegu byltingar, sem orðið hafa í þróunarsögu tegundanna frá alda öðli, um áramilljón- ir, eftir því sem ráðið verður af stein- gervingum og öðrum rökum. Koma upp úr dúrnum ýmisleg skrímsli og finngálkn og hinar ferlegustu ófreskjur, sem varla er unnt að láta sig dreyma um í æfin- týrabókum. En hér komumst vér á snoð- ir um það, eins og í bókinni um býflug- urnar, að sannleikurinn er miklu furðu- legri en nokkurt æfintýri og í rauninni er ekkert eins skemmtileg-t og að leitast við að fræðast um hann á sem flestum sviðum. Um þetta efni hefur lítið verið áður skrifað á íslenzku. Höfundurinn segir alþýðlega og lipurlega frá, og hefir þá gáfu, eins og Þorvaldur heitinn Thov- oddsen, að gera hvert það efni hugðnæmt, sem hann fjallar um. Er hann þegar kunnur alþjóð manna af hinum vinsælu og fræðandi erindum sínum í útvarpinu, og það er ekki að efa, að þessi bók verð- ur lesin með ánægju af fróðleiksfúsum og hugsandi mönnum. Bcnjamin Krist }ánssön. Skríflur. Drengur nokkur hafði brotið rúðu í húsi einu, og reyndi að forða sér á hlaupum. Húseigandinn náði í hann og greip í öxl hans. H: »Þú hefur hugsað þér að reyna að sleppa, karlinn«. D: Sleppa? Nei, það datt mér ekki í hug. H: Já, en, — þú hljópst þó eins og þú gazt. D: Já, ég ætlaði að flýta*mér heim að ná í peninga, svo að ég gæti borgað rúð- una. Bergur kandidat vaknar með fæturna á koddanum. »Hver skollinn! Ég hef legið hér í alla nótt og fundizt ég vera með höfuðverk, en það er þá allt í líkþornunum«. Rússneskur bóndi fannst liggjandi á veginum nær dauða en lífi af kulda. Hon- um var strax ekið til læknis. Læknirinn skoðaði hann og sagði: »Það er lítil von, en við reynum . samt að bjarga honurn. Tveir menn verða að styðja hann og einn að hella ofan í hann brennivíni«. Þá hvíslaði bóndinn: »Það er betra að einn styðji mig en tveir helli í mig' brennivíninu«.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.