Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 47

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 47
ÚTI Á HAFI 141 greip höndunum fyrir andlitið, hneig nið- ur á stól og grét hástöfum. Elten yfirgaf dóttur sína og skildi hana eftir hjá ráðskonunni. Hann vildi ekki bíða eftir því, að hún færi að spyrja sig á ný, því að honum fannst, að hún mundi vita allt. Skipaeigandinn gekk til herbergis síns og lokaði sig þar inni. Gekk hann þar um gólf mjög órólegur, og gegndi ekki um kveldið, þegar honum var sagt til að borða. Nóttinni kveið hann, og hún kom; án þess að hann nyti nokkurs svefns eða hvíldar. Hann hrökk saman hvað lítinn hávaða, sem hann heyrði. Hann óttaðist á hverju augna- bliki að baiúð yrði að dyrum hjá sér, og að lögregluþjónar kynnu að krefjast inn- göngu, til þess að taka fastan þann mann, sem hefði hvatt skipstjórann til þess að myrða Vilhelm. Um morguninn vitjaði hann reyndar dóttur sinnar, en bar þó litla meðaumkun með henni. Anna var mjög beygð af harmi; hún svaraði engu þó á hana væri yrt; hún fann það nú, að Vilhelm var henni kær- ari en allt annað. Skipstjóri hafði hagað sér mjög kæn- lega. Hann bar það fram, að hann hefði séð Lessen fleygja Vilhelm útbyrðis og þegar hann hefði hrópað: »Maður fyrir borð«, þá hefði Lessen ráðizt að sér með hníf. Kvaðst hann þá hafa skotið hann til þess að verja líf sitt. Rannsókn var hafin og skipverjar yfirheyrðir. Enginn þeirra hafði verið sjónarvottur, en allir höfðu séð hnífinn í hendi Lessens. Stýri- maðurinn bar það fram hikandi, að sér hefði ekki heyrzt það vera skipstjóri, sem ’hrópaði: »Maður fyrir borð,'morðingi!« En hann viðurkenndi, að vel gæti verið, að sér hefði misheyrzt fyrir hvassviðrið og sjávarhljóðið. Toms vitnisburður var líkur hinna, nema því bætti hann við, að það gæti ekki átt sér stað, að Lessen hefði myi’t Vilhelm, því þeir hefðu verið vinir, og þó þeim hefði lent saman, þá hefði Les- sen ekki verið sá maður að fremja þann glæp. Hann bar það og, að Kast hefði oft skipað Vilhelm hættuleg verk, sem skips- drengir væru ekki færir um að leysa af hendi. Að Kast heföi af ásettu ráði vilj- að stofna lífi hans í hættu, þorði hann ekki að fullyrða, því að hann gat ekki sannað það. Skipstjóra veitti auðvelt að réttlæta sig. Hann viðurkenndi, að hann hefði oft falið Vilhelm erfið verk, en kvaðst hafa gert það af því að það hefði verið inni- leg ósk sín, að gera hann að duglegum sjómanni, og hann hefði skjótt tekið eftir því, að hann hefði verið lagvirkari og snarari en margir vanir sjómenn. Hann kvaðst hafa haft ánægju af drengnum, og þótt hann aldrei léti það í Ijósi, þá kæmi það af því, að hann hefði ekki vilj- að láta það uppskátt, að hann tæki hann fram yfir aðra, þar sem hann var á skipi frænda síns. Elten hefði beðið sig að taka hann ekki neitt fram yfir aðra og ekki að hlífa honum, þótt hann væri frændi sinn. Elten staðfesti þetta allt og lofaði skip- stjóra mjög fyrir áreiðanleik og sam- vizkusemi. Rannsóknardómarinn, sem komst að þeirri niðurstöðu, að Kast hefði skotið Lessen aðeins til að verja hendur sínar, hóf enga kæru á hendur honum, og þar með var málið búið. Elten var mjög glaður með sjálfum sér yfir þessum málalokum, en lézt þó harma mjög dauða frænda síns, og kunn- ingjum sínum sagði hann mjög sorgbit- inn, að sín innilegasta ósk hefði verið sú, að þau giftust, Vilhelm og Anna, enda hefðu þau verið eins og sköpuð hvort fyr- ir annað. Reyndar vissi hann það vel, að sumir trúðu honum ekki, en hann lét það ekki á sig fá, því að þótt aðrir ætluðu honum ekki hið bezta, þá gátu þeir þó

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.