Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 8
102 NÝJAR KVÖLDVÖKUR yfir sjálfri sér og komst brátt aö raun um, að þó hún væri óvön dansi, þá var hún þó honum fremri í listinni. — Þau þögðu bæði um hríð, svo þrýsti hann höncl hennar hlýlega og sagði: »Er þetta annars ekki hún Guðríður frá Skálum?« Hún varð hissa og henni varð undar- lega órótt, en játaði þó að svo væri. Hann brosti íbyggilega og hélt áfram: »Ja -— ég þóttist nú raunar þekkja þig undireins, þegar ég kom auga á þig áðan — á meðan ég las. — En ég varð samt að vita vissu mína... Satt að segja ætlaði ég nú varla að hafa einurð á því... En við höfum sézt áður... einu sinni áður ... já... í gamla daga...« Hann brosti aftur og það flaug léttur roði yfir föla andlitið. Við þessi síðustu orð brá henni undar- lega: Salurinn og hið prúðbúna fólk var horfið. Hún var stödd úti á hól bak við kirkjuna heima í sveitinni. Það var frost- kvöld og glaða-tunglsskin. Á hólnum er löng, tvísett röð af unglingum og ungu fólki, sem leikur »Tveir fram fyrir ekkjumann«. Hún er fimmtán ára og heit af að hlaupa. — Nú er kallað. Hún og sá, sem leiðir hana, sleppa hvort öðru og þeytast af stað — ná ekki saman aft- ur. Hún vill ekki fyrir sitt líf láta »ekkjumanninn« — fátækan drenghnokka á hennar aldri, — einhverstaðar framan úr dal, — og sem hún auk þess aldrei hefur séð áður, — ná sér. En hann er þrálátur — vill auðsjáanlega heldur ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana, eltir hana út um allt tún, hringinn í kringum kirkjuna og loks upp fyrir kirkjugarð. Þar ætlar hún að snúa við og skjótast fram hjá honum, en hann sér við því og hún hleypur beint í fangið á honum. Hann heldur eitt andartak fast utan um hana. Bæði eru heit og lafmóð. — Hún veit ekki hvernig það hefur atvikast Varir þeirra hafa mætzt — þau eru að kyssast... Nú, hvað svo meira? Enginn sér það — og þau kyssast aftur... og í sama augnabliki sér hún að tunglið speglar sig í svellinu niður við ána, og norðurljósin dansa — dansa þvert yfir himinbogann... Hún varð þess vör, að tak hans um mitti hennar var fastara. Hann horfði á hana, bros hans var eins og fullt af eft- irvæntingu og augnaráðið var ástúðlegt — næstum því biðjandi. Hún sárskammaðist sín. — Hvað ætli hann mætti hugsa um hana að falla svona í stafi — alveg missa málið — , þegar minnst varði? Eitthvað varð hún að segja. Hún kafroðnaði og tók andann á lofti. »Er það... Það er þó aldrei...?« »Hann Bjarni á Veggjum«, bætti hann við og hló lágt af innilegri gleði eins og maður, sem allt í einu sér óljósan sælu- draum vera að rætast... En samt var hlátur hans nægilegur til þess að rjúfa þann töfrahring, sem henni hafði fund- izt þau vera komin inn í... Þetta var raunar undarleg tilviljun, hugsaði hún með sér... En þau voru sveitungar, jafnaldrar — já og gamal- kunnug — eða voru þau nú það?... En samt sem áður — skynsemi hennar tók yfirhöndina, og bráðlega voru þau farin að tala saman eins og gamalkunnug, eðli- lega, óþvingað, og bæði jafnánægð yfir að hendingin — eða hvað það nú var — hafði látið fundum þeirra bera saman aftur... Það leit út fyrir að bæði hefðu fyrir löngu síðan gleymt tunglskinskvöld- inu heima á kirkjuhólnum... og kannske hafði það aldrei verið... aldrei verið annað en draumur? — Stundu síðar sátu þau saman við borð frammi í veitingasalnum og borð- uðu smurðar brauðsneiðar með pylsu og' osti og drukku te. Þau hlógu og töluðu

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.