Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 31
NYTJAJURTIR 125 tækni nútímans verið tekin í þjónustu hrísgrj ónayrkj unnar í Ameríku og Ev- i'ópu. Er svo talið, að óvíða sé stórfelld- ari munur á nýja og gamla tímanum í sömu atvinnugrein eins og hrísgrjóna- ræktinni. í Asíu getur Kínverjinn með allri sinni iðni og kostgæfni í mesta lagi annazt ræktun á rúmlega % ha., en í Ameríku, þar -sem véltæknin er komin til sögunnar, annast einn maður um 25 ha. á ári. Ársframleiðsla af hrísgrjónum var 1928 121,11 millj. tonna. Þar af voru 95,5% framleidd í Asíu. Mest er ræktað i þessum löndum: Indíalöndum Breta, Kína og Japan. Enda þótt hrísgrjónin séu ein sú korntegund sem mest er rækt- að af í heiminum, er oft talið að áhöld séu um hvort meira er ræktað af þeim eða hveiti, þá er mikill munur þess hversu langtum meira hveitið gengur í verzlun landa á milli. Er orsök þess sú, að hrísgrjónanna er að mestu neytt í löndunum, þar sem þau eru ræktuð, en flest þeirra eru þéttbýl mjög. Talið er aö nálega 2/5 alls mannkyns á jörðinni lifi aðallega á hrísgrjónum. En í verzlun gengur aðeins 1/5 hluti framleiðslunnar. Hrísgrjónin eru nær eingöngu notuö til manneldis, og mest til grautargerðar, mjög lítið er notað í brauð. Eins og kunnugt er, eru hrísgrjón auðmelt en þó nærandi, enda þótt þau að næringargildi standi að baki bæði maís og hveiti. Mik- ils af hrísgrjónum er neytt þannig, að þau eru fyrst gljáfægð, þ. e. hýðinu er ílett af þeim, en með því fylgir kímið. En kímið er mjög auðugt af B-fjörefn- um. Við skort þeirra í fæðunni sýkjast nienn af sjúkdómi þeim, er Beri-Beri nefnist. Er hann einkum veiklun á tauga- kerfi. Hefur veiki sú verið mjög útbreidd í londum þeim, er menn lifa mest matai á hrísgrjónum, en svo er um allan þorra fólks í Suðaustur-Asíu. Japanar og fleiri Austur-Asíuþjóðir búa til áfenga drykki úr hrísgrjónum. Af korntegundum þeim, sem nú eru að mestu ræktaðar utan Evrópu og lítið neytt af Evrópuþjóðum, má nefna: Hirsi, Negrahirsi og Dúrru. Hirsi er nú einkum ræktað í Mið-Asíu, norðurhluta Indlands, Japan og Kína, en áður var það ræktað víðsvegar um Ev- rópu, allt norður á Norðurlönd. Var koxm þess bæði notað í brauð og grauta. Negrahirsi er stórvaxin planta, sem ræktuð er víðsvegar um Afríku og notuð bæði í brauð og grauta. Hið sama má segja um Dúrruna, sem er önnur aðal- korntegund Afríkubúa. En utan Afríku er hún ræktuð í Kína, Suður-Evröpu, Indlandi og Norðui'-Ameríku. í Ameríku er sykur unnin úr dúrrustönglum. Negra- hirsi er aftur á rnóti næstum ekki ræktað utan Afríku. Jurtir þær, er nú hafa taldar verið, eru allar af grasættinni. En í þessu sambandi skal getið hér tveggja merkra mjölvis- plantna, sem eru af öðrum ættum. Eru það: Bókhveiti og Sagópálmi. Bókhveiti (Fagopyrum esculentum), er af súruættinni. Líkist það einna mest blöðkujurtar-ættkvíslinni. Af henni eru meðal annars kornsúra og hlaðarfi af ís- lenzkum jurtum. Bókhveitið er ættað frá Austur-Asíu og barst á miðöldum til Evrópu. Síðan hefur það verið allmikið ræktað í Mið-Evrópu og um sunnanverð Norðurlönd. Þrífst það vel á hinum sendnu heiðalöndum, en krefst svo mikils hita, að það verður naumast ræktað norðar en í Suður-Svíþjóð. Aldinið er hneta. Er hún lík að lögun beykihnet- unni, er bók nefnist, og er nafnið bók- hveiti af því dregið. Hnetan er mjölvis- rík og nærandi, er hún því mikið notuð til manneldis. Sagó. Það sem kallað er sagó er ekki

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.