Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 14
108 NÝJAR KVÖLDVÖKUR óþægilega, hryggilega hugarástand er leyst upp af hlægilegu en lítilfjörlegu at- viki. Lítill rottuhundur, sem tilheyrir þýzkum barón í deild milljónamæring- anna, hefur stokkið upp á eitt skálaþakið og geltir illskulega að hávaðanum, sem heyrist hvaðanæfa. Æsing þessarar litlu skepnu er spaugileg. Mennirnir líta á hundinn og reka upp hlátur. Fám mínútum síðar hafa fangarnir í fyrstu deild náð sér svoj^ að þeir geta tek- izt í hendur og óskað hver öðrum til hamingju. IJvað sem öðru líður, er stríð- inu nú lokið, og þeir munu verða frjáls- ir innan skamms. Frjálsir, svo að þeir geta yfirgefið þenna stað og farið heim — heim til heimila sinna, eiginkvenna og barna. Sjómennirnir í annari deild verða hálf ærðir af gleði og hegða sér eins og brjál- aðir menn. Þeir hlæja og syngja hástöf- um, hrinda hver öðrum og fara í hnefa- leik, höfrungaleik og stökkva heljarstökk. Hvað hirða þeir um viðgang föðurlands- ins! öll veröldin er þeirra land, öll jörð- in og' hafið. Mona stendur 1 dyrum mjólkurbúrsins. Allur líkami hennar skelfur af geðs- hræringu. Loksins hefur það rætzt, sem hún hefur vonað og beðið um. Friður! Friður! Friður um gjörvalla jörð! Ekkert þessu líkt hefur heimurinn lifað áður, og ekkert þessu líkt mun hann eiga eftir að lifa. Ofbeldis- og hermdarverkum stríðsins er nú lokið, og hinni heimsku- legu afbrýði og þýðingarlausa hatri milli þjóðflokkanna mun um aldur og æfi vera rutt úr vegi. Og svo... og svo... Allt í einu verður hún þess vör, að einhver stendur að baki hennar. Hún veit, hver það er, en snýr sér þó ekki við. Stutt þögn ríkir; svo segir hún hálf hlæjandi og hálf grátandi með rödd, sem hún hefur varla vald yfir: »Þér verðið líka bráðlega frjálsir, svo að þér getið farið heim, óskar. Eruð þér ekki ánægðir?« Aftur verður þögn hjá þeim. Loks svarar óskar með lágri, titrandi röddu: »Nei, þér vitið vel, að ég er það ekki, Mona«. Mona leggur aðra höndina aftur fyrir bakið, og um leið finnur hún, að um hana er gripið skjálfandi höndurn og höndin þrýst innilega. 11. KAPÍTULI. Mánuður er liðinn, en herbúðirnar líta út eins og áður. Mona hafði búizt við, að föngunum yrði sleppt um þessar mundir, en þeir eru þar ennþá. Það er látið heita svo, að höfuðsmaðurinn bíði skipana. Auðsjáanlega hefur þó aginn verið minnkaður. Mennirnir hafa nú leyfi til að yfirgefa hlutaðeigandi skála og fara nú frjálsir ferða sinna, svo lengi sem þeir halda sig innan við stóru hliðin, sem hermennirnir gæta, og innan gaddavírs- girðinganna, sem lykja um herbúðirnar. Og hví skyldi þeim ekki leyft að fara ferða sinna? Enginn þeirra mundi reyna að flýja nú. Eftir fáar vikur eru þeir allir lausir. Mona fær nú alla þá hjálp, sem hún þarfnast, þar sem fangarnir ganga um allt í bænum og vinna það fyrir hana, sem hún hefur gagn af. Þeir sýna henni myndir af konum þeirra og börnum og fá hana til. að telja fyrir þá vasapen- inga þeirra. Loks kemur tilkynning um það, að friðarráðstefnan sé komin saman, og að höfuðsmaðurinn hafi fengið skipanir sín- ar. Þangað til herbúðirnar eru tæmdar, á daglega að senda 250 fanga heim til Þýzkalands. En frelsið er skilyrðisbund- ið. Mona heyrir um það í fyrsta sinn, þegar hún heyrir á samtal þriggja fanga frá fjarlægustu deildunum, úti fyrir eld-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.