Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 7
ÚTLAGAR » 101 að hún væri alls-nakin, að untanteknu •einhverju, sem hún hélt að væri nokk- urskonar fjaðraskraut, um mjaðmirnar. — Henni virtist þessi fáklædda kona forkunnar fögur. Og hún lyfti handleggj- unum mjúklega, beygði sig fyrir áhorf- endunum og fór að dansa. — Og íslenzka sveitastúlkan, hún Guðríður, starði alveg hugfangin, en þó með einhverri ónota til- finningu innst inni, sem sagði, að þetta væri ekki viðeigandi... Nú dundi lófaklappið. Dansmærin hneigði sig aftur og aftur og hvarf svo út. Það var steinhljóð í salnum fyrst á , eftir. Guðríður sat eins og í leiðslu. Hún vaknaði upp við að nýtt lófaklapp dundi, leit upp og sá í ræðustólnum sama unga manninn, sem hún hafði veitt eftirtekt frammi í veitingasalnum. — Hann sagði mokkur orð, talaði íslenzku •— maðurinn var þá íslendingur eftir allt saman. Hann .sagðist hafa verið beðinn að lesa upp, og nú ætlaði hann að leyfa sér að lesa upp nokkur kvæði... Ef einhver hefði spurt Guðríði, um Jrvað þessi kvæði hefðu verið, sem hann las, mundi hún alls ekki hafa getað leyst úr þeirri spurningu. En samt hlýddi hún þeim með allri sál sinni, og þau heilluðu hana. Hin þýða rödd hans og mjúk kveð- andin kom yfir hana eins og hlýjar loft- bylgjur, kom með júlísól og september- þögn og fjallablæ og nið fossa og vatna, með lóukvak og Iangdegi, með skugga skammdegis, með hríðar og heiðríkjur, með norðurljós, sem flögruðu yfir fjalla- tinda... Hún grét hljóðlega og óafvit- andi af söknuði blandinni sælu og var hvorutveggja í senn: hrygg og ham- ingjusöm... Það var lófaklappið, sem vakti hana aftur. Hinn föli maður var horfinn og í stað hans var það formaður samkom- unnar, sem var að þakka þeim, sem skemmt höfðu og lýsa því yfir, að dans- inn skyldi nú hefjast. Það var farið að líða á kvöldið. Eng- inn hafði boðið henni upp. Hún hafði nú reyndar aldrei búizt við að dansa á þessu kvöldi, svo það»voru henni engin — veru- leg — vonbrigði. — Og hún var ánægð — ánægð og hamingjusöm... Þrátt fyrir að mótið hafði verið að flestu leyti al- veg þveröfugf við allt, sem hún hafði hugsaö og ímyndað sér, að það mundi verða, þá hafði hún samt fengið þar eitthvað, notið einhvers af öllu því, sem hún þráði, og sem hana dreymdi um við vinnu sína á daginn og í einverunni á kvöldin í litla súðarherberginu sínu. — Hún svipaðist um eftir manninum, sem hafði gefið henni þessa gjöf og gert hana sæla í svip. Við og við sá hún hann. Stundum dansaði hann. En oftast nær sat hann við veitingaborðin í samræðu við hina og aðra. Stúlkurnar, sem hún fyrst hafði séð hjá honum, slepptu hon- um heldur ekki, þær svifu í kringum hann frá öllum hliðum eins og melflugur kringum kertaljós. ... Henni varð hverft við — það var hann, sem stóð frammi fyrir henni, og bauð henni upp í dans... Allt kvöldið hafði hún víst setið með einhverja ómeð- vitna ósk um, að eitthvað slíkt skyldi koma fyrir... að minnsta kosti hafði hana langað til að tala við hann — þakka honum. — En nú kom henni þetta svo á óvart, að hún varð eins og yfirkomin. Það kom fát á hana, og hún stamaði og roðnaði og hvíslaði að lokum, að hún kynni ekki að dansa. Hann laut að henni, tók hönd hennar og brosti. »Það gerir ekkert«, sagði hann blátt áfram, »við göngum þá bara«. Hún stóð á fætur og þau dönsuðu — eða öllu held- ur gengu — út á gólfið. Hún var nú aftur búin að ná valdi

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.