Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 22
116 NÝJAR KVÖLDVÖKUR iðrast þess. Hver dagur og' sérhver stund lífs míns skal vera helguð þér. Þú skalt aldrei þurfa að iðrast þess, ekki eitt ein- asta augnablik!« »En hvernig ætti ég að komast yfir um.....?« »Á sama hátt og svo margar aðrar konur. Margir þessara manna hafa þýzku konurnar sínar með sér. Því skyldi ég ekki hafa mína ensku konu með mér?« »Þína konu?« »Já, auðvitað, presturinn getur gefið okkur saman«. »Presturinn?« »Já, við getum látið gifta okkur í kirkju herbúðanna, síðla kvölds eða árla inorguns og fengið tvo félaga mína fyrir votta«. »Hefurðu spurt prestinn hvort það geti gengið?« »Já, og hann segir, að sé það gert í lúterskri kirkju og framkvæmt af lút- erskum presti, þá sé hjónabandið form- legt eftir þýzkum lögum og ekkert til fyrirstöðu, að þú, getir komið með til Þýzkalands«. »En — hvert ættum við að fara?« »Fyrst færum við til móður minnar«. »Til móður þinnar?« »Já, hvert annað? Iiún mundi verða hamingjusöm. Hún er bezta móðirin, sem hugsast getur. Veiztu, að hún hefir skrifað mér vikulega allan þann tíma, sem ég hef verið hér? Og nú lifir hún aðeins fyrir það eitt, að ég komi heim aftur«. »En, óskar, ertu viss um, að hún vilji ....?« »Bjóða þig velkomna. Já, auðvitað gerir hún það. Hún er orðin svo gömul og hefur verið svo einmana síðan systir mín dó. Þegar við erum gift, skrifa ég henni og segi, að ég komi með aðra dótt- ur, sem muni elska hana og hughreysta«. »Skrifaðu fyrst, óskar«. »Já, ef þú villt, þá skrifa ég áður, þótt það sé ekki nauðsynlegt. Ég veit fyrirfram, hvað hún muni segja. En þótt hún tæki ekki á móti þér þín vegna, sem hún þó vissulega gerir, þá gerir hún það að minnsta kosti mín vegna«. »Já, en óskar, ég bið þig samt að skrifa áður«. »Gott, ég geri eins og þú óskar, og ef þú verður ánægð með svar hennar, villtu þá fara með mér heim?« »Ja—á«. »ó, guð minn góður, hvað ég er ham- ingjusamur! Hvernig hef ég farið að verðskulda slíka hamingju?« Þegar hann gengur þaðan hröðum skrefum, horfir Mona á eftir honum, þar til hann hverfur í skuggana, sem bog- lamparnir ná ekki til að lýsa upp. Þá gengur hún inn í húsið og reynir að átta sig, en heppnast það ekki. En að lokum, þegar hún er háttuð í rekkju sinni, minnist hún fögru orðanna, er hún las fyrir föður sinn véikan: »Hvert sem þú ferð, vil ég með þér fara. Þín þjó'ð skal vera mín þjóð og þinn guð minn guð«. Næstu daga syngur Mona stundum við störf sín. Og um nætur, þegar hún er ein, hugsar hún alltaf um framtíð sína á heimili óskars. Hún man varla' eftir móður sinni, nema að hún var um mörg ár fötluð, en hún sér sjálfa sig hjúkra móður óskars nú, þegar hún er orðin gömul og hefur misst dóttur sína. »En ég ætla nú ekki að koma tóm- hent«, hugsar hún. Þá minnist hún John Corlett’s og hót- ana hans um að sækja hana að lögum. Það hlýtur að hafa verið þvættingur og heilaspuni, orð hans um það, að skaðabótakröfurnar mundu gleypa alla áhöfnina, en hún vill samt sem áður ráð-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.