Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 41
ÚTI Á HAFI 135 leiksystur sína, sem grét svo beizklega við burtför hans. Og hann gerði sér I hugarlund hve fagnandi hún myndi koma -á móti honum, þegar hann kæmi aftur, og hve hún mundi undrandi horfa á sig, þeg'ar hann væri orðinn svo umbreyttur, stærri, kraftalegri, og umfram allt skyn- •samari en áður. Hann fann það sjálfur, að hann var enginn drengur framar, því að hann treysti sér vel til þess að hafa sig einn áfram í heiminum. Stóð hann ekki líka einri? Vernd og aðstoð frænda • síns bjóst hann ekki við, og því síður •skipstjóra; hann grunaði að hvorugur myndi vilja sér vel. Á einni höfn á Indlandi, þar sem skip- ið lagðist og lá 8 daga, keypti Vilhelm ýmsar gjafir handa Önnu, sem hann sendi henni með gufuskipi, sem heim fór. Hann skrifaði henni með og sagði henni hve vel sér liði. Hann reiknaði það út, að hvorttveggja, bréfið og gjafirnar væii nú komið í hendur önnu, og honum fannst sem hann heyra gleðióp hennar. Hann hefði mikið vilja gefa til þess, að hann hefði fengið línu frá henni aftur, en þess var ekki að vænta. íSkipið náði til síns ákveðna staðar í Tíína, þar sem það átti að dvelja vikum eða jafnvel mánuðum saman. Daginn sem þeir komu þangað, kallaði skipstjóri á Vilhelm niður í káetu sína. Vilhelm hlýddi kallinu mjög undrandi, því hing- að til hafði hann aldrei talað orð til hans, nema þegar hann skipaði honum eitthvað. Hann var sér ekki þess meðvit- andi að hafa drýgt nokkra yfirsjón, og reyndi því að vera rólegur, en gat þó ekki að því gert, að hjartað sló nokkru tíðara en vant var, en það einsetti hann sér fastlega að þola ekki neinn órétt. Undrun hans varð mjög mikil, þegar Kast skýrði honum frá, og var viðfeld- inn, að hann ætti að afhenda honum pen- inga frá frænda hans, sem hann um leið fékk honum. »Við munum dvelja hér lengi«, sagði skipstjóri, »á skipinu verð- ur lítið fyrir þig að starfa, og ef þú vilt fara oft í land, skal ég ekki letja þig, og ekki hafa á móti því, að þú stöku sinn- um sért nóttina yfir í landi; þér er orð- ið mál á að læra að þekkja lífið«. Hann gaf honum bendingu um að fara, og Vil- helm féklv varla tíma til að þakka fyrir sig. Þau orð, sem skipstjóri hafði sagt við hann, virtust honum svo dæmafá og óheyrð, að hann hafði þau upp með sjálf- um sér, eins og til að fullvissa sig um, að sér hefði ekki misheyrzt. Þetta frelsi, sem honum var veitt, áleit hann sem við- urkenningu fyrir dugnað sinn og óað- finnanlega breytni. Enginn lofsyrði hefðu glatt hann meira. Fyrir þá pen- inga, sem hann hafði fengið, gat hann gert sér marga glaða stund. Fyrir óþolinmæði gat hann naumast beðið til kvöldsins, að segja vini sínum Tom frá orðum skipstjóra og sýna hon- um peningana. Karl hristi höfuðið og þagði. »Haldið þér ekki Tom, að hann með þessu hafi viljað sýna, að hann kynni að meta verk mín?« »Ég veit ekki«, svaraði Tom. »Ég skil yður ekki, Tom; hann hefði þó allt að einu getað bannað mér að yfirgefa skipið nokkuð, og ég hefði orðið að hlýða«. »Það hefði ef til vill verið betra«. »Nei, Tom, frá því fyrsta við hófum ferðina, hef ég mjög hlakkað til þess, að læra að þekkja lífið hér, og ætti ég nú ekki að nota það tækifæri, sem mér er gefið til þess?« Karl þagði. Hann kreisti saman hend- urnar, eins og gæti hann þá frekar látið í ljósi hugsun sína. »Vilhelm«, sagði hann, »viltu lofa mér einu?« »Já, Tom«. »Gott og vel, farðu þá aldrei í land, nema ég sé með þér«. »Hversvegna?« »Lofaðu mér þessu«. »Tom, ég skil yður ekkk. »Lofaðu mér þessu«. »Já, en ég skil yður ekki«. Karl rétti honum höndina. »Nú

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.