Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 11
ÚTLAGAR 105 Á einum stað úti við limgirðinguna stóð gamall bekkur, þar sem elskendur mættust og sátu á löngum, hlýjum sum- arnóttum. Þar settist hann og dró hana niður við hliðina á sér. Hann tók utan um hana og hallaði henni mjúklega að sér. Hún gerði enga mótstöðu — var eins og dauður hlutur. — Hann kyssti hana, og hún svaraði kossi hans, en hún gaf ekkert af sjálfri sér í kossinum, kossinn var eins kaldur og hún sjálf... Hann kyssti hana aftur og aftur — reyndi að verrna hana, lífga hana við — og hann vafði hana þétt upp að sér... »Ég er ein f mörgum... af mörgum... af mörgum«, bergmálaði í sál hennar og nöfnunum skaut upp aftur, orðunum, þeim sömu, sem hún hafði heyrt áður sama kveldið: »Hún ólafía Þórðar, sem fór í hundana, og hún Petra norska, — já, það var nú bara skandali...«. Og allt í einu sagði hún þurrlega, tilfinninga- laust og út í bláinn: »Ég held að mér dugi ekki þetta — það er víst framorðið«. Hann hrökk við og færði sig frá henni. Kuldi hennar læsti sig um hann — og um leið varð hann eins og glaðvakandi — í- hugandi — og honum gramdist, ekki við hana, en við sjálfan sig: Hvað hafði hann með þessa stúlku að gera? Hvaða heimsku-draum hafði hann verið að dreyma? ... Þau gengu aftur hlið við hlið, en leiddust ekki. Bæði þögðu. — Eftir langa stund fór hann að tala. Hann talaði blíð- lega, dálítið angurvært, því að hann var enn undir áhrifum draums, er hann hafði dreymt, — draums um endurfundna seskuást og óendanlega sælu. Orðin komu hægt og hægt og sundurlaust, eins og hann þyrfti að leita þeirra og tíma þau UPP úr djúpi hjartans — eitt og eitt. — Hann hafði orðið svo óumræðilega glað- lir, sagði hann — þegar hann sá hana og þekkti hana aftur. Hún mátti vita, að þótt hann kannske væri hvikull og marg- reyndur maður, þá væri hann ógleyminn. Það, sem einu sinni hefði verið gert, yrði aldrei ógert — og þar sem einu sinni væri elskað, þar væri alltaf elskað... Þau hefðu verið börn þá. 0, já, að vísu. En hvenær erum við — eða verðum — ann- að í þeim sökum? — Eitt hafði hann samt fundið að var breytt: Nú voru þau bæði undir sömu örlögum, bæði útlagar, bæði fyllt af sömu ólæknandi þrá... Var það ekki eins og þeim hefði verið áskap- að að hittast aftur hér til þess að fylgj- ast að... rétta hvort öðru hönd kærleik- ans og styrkja hvort annað í útlegðinni? Hún þagði stöðugt. En hún hlýnaði, viknaði... Það var margt, sem hana nú langaði til að segja. en það var eins og orðin villtust, yltu hvort um annað og hvert yfir annað, og hún kom engu upp. Við dyrnar heima hjá henni stóðu þau litla stund og héldust í hendur. Hann fann á sér hvernig samúðin milli þeirra óx aftur með hverju andartaki. — Hann fann, að hann var að sigra... Svo dró hann hana að sér og kyssti hana... Nú gaf hún sjálfa sig fullt og heilt í koss- inum. Hann vafði hana fastar að sér og kyssti hana aftur. En þá stirðnaði hún í faðmi hans, varð aftur eins og ís... »Ein af mörgum... af mörgum... af mörgum, bergmálaði í sál hennar... Og nöfnin komu aftur: »Hún ólafía Þórðar, sem fór í hundana — greyið litla... og hún Petra — Petra norska, — já, það var nú bara skandali...«. Hann stóð eitt augnablik eins og ráða- laus — eða í vafa. Svo kyssti hann hana létt, vingjarnlega — eins og bróðir syst- ur — bauð heniii góða nótt... Hún heyrði fótatak hans fjarlægjast eftir götustein- unum. ... Hún var ein eftir. Og hún reyndi að 14

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.