Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 21
MONA 115 Bróðurkærleiki! Innan skamrns mundi allur heimurinn verða gagntekinn af bróðurkærleika. Hún og óskar mundu þá búa í Liverpool hamingjusömu lífi og ekki finna til blygðunar yfir ást sinni. Óskar kemur um kvöldið. Hann er föl- ur, og varir hans titra. Hann reynir að tala en getur engu orði upp komið, og réttir Monu þess vegna bréf nokkurt. Það er frá verkfræðingafyrirtækinu við Mer- sey. »Herra — við höfum meðtekið bréf yðar, dags. 10. þ. m., stílað til fyrra for- stjóra okkar, sem dó á stríðsárunum, og þykir oss fyrir að þurfa að svara beiðni yðar um að fá aftur fyrri stöðu yðar þannig, að hún er nú skipuð öðrum verk- fræðingi, sem við erum hæst ánægðir með, og að við, þótt staðan hefði verið laus, hefðum ekki séð oss fært að ráða yður aftur vegna andúðar þeirrar, er enskir verkamenn bera til Þjóðverja. Er hún svo augljós, að enginn þeirra mundi vilja vinna undir yðar stjórn, og sú stað- reynd, að þér hafið kvænzt enskri konu, eins og þér takið fram í bréfi yðar, mundi fremur auka en minnka fjandsam- legt hugarfar þeirra. Yðar o. s. frv.« »Þessu hefði ég aldrei trúað«, segir Óskar. »Það er sök ófriðarins«, segir Mona. »Er honum þá aldrei, aldrei lokið?« »Nei, aldrei«, segir óskar og gengur burt með samanbitnar varir. x Þetta kvöld háttar Mona döpur í bragði. Vilji ekki ensku verkamennirnir vinna með óskari, er England líka lokað fyrir þeim, og hugsunin um bróðurkær- leikann aðeins vondur, hræðilegur draum- ur. Enn líður vika. Heimsendingar fang- anna ganga reglulega, þannig að daglega er sendur tvö hundruð og fimmtíu manna hópur. Hóparnir myndast mestmegnis af mönnum annarar og fjórðu deildar. Mennirnir í þriðju deild eiga að fara síð- astir, af því að margir þeirra eru verk- fræðingar eins og óskar, og geta því hjálpað til að taka niður rafleiðslurnar, sem á að selja. En röðin kemur bráðlega að þeim líka, og svo... hvað svo? Viku síðar kemur óskar aftur til henn- ar. Andlit hans er nú magurt og kinn- fiskasogið, hann er rauðeygður eins og hann hefði ekki sofið margar nætur, en samt sem áður er hann ofsaglaður. »Mona«, segir hann, »nú veit ég, hvað við getum gert«. »Hvað getum við þá gert?« »Englendingar eru ef til vill harðir og eiga erfitt með að gleyma, en Þjóðverjar eru ekki þannig«. »Þjóðverjar?« »Ég þekki mína þjóð. Það er að sönnu rétt, að þeir berjast eins og djöflar, það viðurkenni ég — en þegar stríðinu er lokið, eru þeir reiðubúnir að stofna til vináttu við óvini sína«. »Hvað hefur þú í huga, óskar?« spyr Mona, þó að hún viti vel, hvað hann á við. »Ef þú vilt... ef þú gætir hugsað þér að fara með mér til Þýzkalands...«. »Til Þýzkalands?« Monu svimar. »Jú, það er bæði synd og skömm að biðja þig að yfirgefa ættland þitt, Mona, en þegar það hrekur þig sjálft burtu, eins og þú segir...«. Mona stingur fingrunum í hlustirnar. »Talaðu ekki um það, óskar. Ég þoli ekki að hlusta á.það. Það er ómögulegt!« óskar þegir andartak. Síðan segir hann með titrandi röddu: »Þú skalt ekki þurfa að sjá eftir því, Mona. Ég skal vissulega gera þig ham- ingjusama. Ég sver það, að þú skalt ekki 15*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.