Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1934, Blaðsíða 36
130 NÝJAR KVÖLDVÖKUR kvs&mt«. »Alveg rétt«, greip Elten fram í. »En mér stendur það ekki á sama, því dauði piltsins getur hæglega orðið mér dýrkeyptur«. »Getur verið, einkum ef þér farið mjög klaufalega að því eða kallið votta til. En ég hef betri hugmynd um hyggni yðar en svo, og ímynda mér, að ef þér ætlið að vinna eitthvert verk í myrkri, þá munið þér ekki kveikja ljós áður. Nú, nú, skipstjóri, þér hafið langan tíma til að yfirvega þetta; frændi minn ræðst á skipið sem léttadrengur, og ég efni lof- orð mitt. Þér þurfið ekki að lofa neinu ákveðnu í dag, því áríðandi málefni eiga menn að athuga vel. Þér eruð reyndar ríkur maður, en mér dettur þó í hug, að ef þér enn bætið við 20000 dölum, þá muni það ekki spilla til. Ef þér að lokum komizt að annari niðurstöðu, nú, jæja, þér vitið þó, að ég hef aldrei enn ásakað yður um neitt. Við skiljum sem góðir vin- ir eins fyrir því«. Elten stóð upp, eins og málið væri hér með útrætt. »Við hljótum að vera vinir«, sagði skipstjórinn. »Hversvegna?« »Vegna þess að við erum samantengdir óslítandi bönd- um. Hvorugur getur sagt alveg skilið við hinn«. »Skipstjóri! Það stendur alveg á sama, hvort við skiljum vinir eða óvinir«, sagði Elten með kuldalegu brosi, »því þegar tveir menn, sem eru fast samanbundnir standa á barmi glötunarinnar, þá hefur það enga þýðingu hvort þeir eru vinir eða óvinir, því hvorugur getur hrundið hinum nema falla sjálfur um leið, en hvor um sig hefur þó löngun að frelsa sig og það nægir báðum«. Skipstjórinn starði lengi þegjandi á Elten. Síðan stóð hann upp og sagði ró- legur. »Þér hafið rétt, herra Elten, hvor verður að halda öðrum, annars falla báð- ir«. — »Skjöl frænda míns eru tilbúin, ég mun afhenda yður þau á morgun«, sagði Elt- en, eins og hann væri ekkert að hugsa um það, sem þeir voru síðast að tala um. »Hafið þér sjálfur einskis að óska?« »Ég held ekki,« svaraði Kast og kvaddi. Jakob Elten settist í sitt vana sæti við púltið og var mjög ánægjulegur að sjá. Hann var sannfærður um, að fyrirtæki sitt mundi heppnast, því að hann þekkti skiptstjórann ofur vel. Jafnvel þótt hann í fyrstu hefði ekki viljað ganga inn á samningana, þá mundi þó ágirnd hans ráða úrslitunum. Hann hafði þar að auki á leiðinni nógan tíma, til þess að íhuga allt vandlega og undirbúa sem bezt, svo enginn gæti síðar komið fram ábyrgð á hendur honum. Elten tók bók úr púlti sínu og blaðaði í henni. Hún innihélt skrá yfir eignir þær, sem systir hans hafði eftirlátið einkasyni sínum, sem nú var búinn að vera rúmt ár hjá frænda sínum. Hver sem séð hefði, hvað bókfærzlan var í góðu lagi, hefði mátt ímynda sér að Elt- en væri mjög samvizkusamur maður, en hluturinn var, að hann hafði frá því fyrsta álitið arfinn sem sjna eign. Hann sat hálfboginn yfir bókinni og augu hans hvíldu með ánægju á hinum háu tölum. Þá opnuðust dyrnar og dóttir hans kom inn og leiddi Vilhelm frænda sinn við hönd sér. »Er það satt, pabbi, að Vilhelm eigi að fara í sigíingar?« sagði hún og horfði spyrjandi á föður sinn. Hún var lagleg í andliti með stór, blá augu og einbeittleg á svip. Að hún væri dóttir Eltens mundi engan hafa grunað, því hún líktist hon- um alls ekki neitt, heldur móður sinnl sálugu. Eltenvarekki mikið um þessa heimsókn. Honum var aldrei um það gefið, að dóttir sín kæmi í þetta herbergi og allra sízt, þar sem hún hafði þann með sér, sem

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.