Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 3
Guðbr. Jónsson: Prófessor Guðmundur G. Hagalín fertugur. Hann er fæddur í Lokinhömrum í Arn- arfirði, 10. okt. 1898. Foreldrar hans eru Gísli Kristjánsson skipstjóri og bóndi og Guðný Guðmundsdóttir Hagalín frá Mýr- um í Dýrafirði. Guðmundur var snemma sjómaður á þilskipum og opnum bátum og hefur frá æsku lifað hinu margbreyttasta lífi. Hann var við nám í Menntaskólanum og hefur síðan fengizt við hin sundurleitustu störf. Hann hefir verið í vegavinnu, fengizt við blaðamennsku, hann hefur unnið í banka og unnið við póststörf. Hann ferðaðist um skeið um Noreg þveran og endilangan og flutti þar á fimmta hundrað fyrirlestra. Nú er hann bókavörður á ísafirði og hef- ur verið það síðan 1928, og hefur hann tekið mjög drjúgan þátt í stjórnmálum, bæjarmálum og atvinnulífi þar vestra. Það getur ekki hjá því farið, að slík fjölbreytni í störfum hafi haft mikil áhrif á gerð og geðslag manns. Það hefur vafa- laust gert Guðmund næmari fyrir öllum, og það ólíkustu áhrifum, en jafnframt hlýtur það að hafa skerpt eftirtektargáfu hans, sem að vísu er bráðlifandi frá hendi náttúrunnar. Hann hefur og á þennan hátt kynnzt afarsundurleitu fólki og orðið á því bráð-mannglöggur. Það er engum blöðum um það að fletta, að þetta hefur haft hina mestu þýðingu fyrir skáldaferil Guðmundar, sem hefur orðið mjög glæsilegur, ekki sízt nú upp á N.-Kv. XXXI. árg., 10,—12. h. síðkastið. Þegar smásagnasafnið Blindsker birtist 1921, var það bersýnilegt, að þar var hafin glæsileg og mikil reið. Sögurn- ar þar eru hreinasta gull, en var eins og gerist og gengur, þegar nýr maður hefur göngu, ekki veitt sú athygli, sem þær áttu skilið. Það koma þegar í stað í þeim fram öll beztu einkenni Guðmundar. Hann hef- ur það öðrum fremur til síns ágætis, að hann virðir að vísu persónur sínar fyi’ir sér hið ytra, en ályktar þó ekki hið innra hjá þeim af því, sem hann sá, eins og ákaflega margir gera, sem leggja eftir sig ágæt skáldrit. Hann fer beinlínis i sálarflíkur þess fólks, sem hann er að lýsa, hann lifir það sjálfur, og fyrir því er það svo trútt og eðlilegt, en ekki und- ið við af yfirborðsskilningi, eins og oft vill verða. Mér hefir stundum dottið það í hug, hvað mikið af rithöfundahæfileik- um Guðmundar væru í raun réttri leik- arahæfileikar í samstarfi við skáldagfáfu, en slíku er auðvitað ekki hægt úr að leysa. Allt sem Guðmundur ritar er óbrotið og tilgerðarlaust, en þetta veitir því ein- kennilegan styrk, sem auðvitað er sóttur í framsetningargáfu hans. Hann er aldrei að dæma, heldur er hann að lýsa. Hann sveigir ekki til atburðina, heldur lætur þá rekja sig. Hann er ekki með neitt til- raunafálm, enHieldur sér á þeim sviðum, 19

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.