Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 29
SÝSLUMANNSDÆTURNAR 171 aldrei ætlaði að verða búin að kveðja fyrir utan dyrnar. — Og það var Aníta, sem spjallaði látlaust, unz Hilda sagði: „Haltu þér saman, stúlkubarn, það er há-nótt“. Og svo þagnaði Aníta og sofnaði síðan með bros á rauðum vörum. En Hilda heyrði upp aftur og aftur djúpa rödd, sem sagði: „Ævintýrið mitt“. —■ Uff Erlingur------- Ég mætti honum í dag úti í Bygdö allé. Við höfðum nærri því rekist á við hús- horn. „Fyrirgefið þér“, sögðum við bæði í einu — og svo staðnæmdumst við. — Ég hefi aldrei verið eins heimskuleg á ævi minni. Ég gat ekkert sagt, og ég gat heldur ekki farið. En svo tók hann til máls: „O — gott kvöld, fröken Ritter. Ég ætlaði varla að þekkja yður aftur“, og ég svaraði einhverju og sagði, að það væri svo sem eðlilegt. Hann brosti svona veru- lega háðslega — og svo sagði hann: „Nú held ég, að frökenin segi eitthvað, sem þér meinið ekki — og ég sagði líka nokkuð, sem ég meinti ekki. „Ég þekkti yður ósköp vel aftur. Ég var einmitt að hugsa um yð- ur“. „0“, sagði ég heimskulega. „Þér spilið fiðlu“, sagði hann og tók svo af mér fiðlukassann umsvifalaust, og áður en ég' var búin að átta mig, vorum við komin yfir götuna og gengum út eftir. „Segið þér mér nú allt“, sagði hann. — „Segja yður allt!“ Ég var svo hissa, að — „segja yður allt? Ég skil ekki, hvað þér eigið við. Ég veit ekki til, að ég hafi neitt að segja yður“. „Þér eruð mjög gleymin ung stúlka“, sagði hann. „Þér hljótið þó að muna, hvar við hættum síðast. Ég sagði yður, að þér væruð æfintýrið mitt, og þér sögðuð, að þér væruð þá ævintýri unnusta yðar — og svo vorum við víst trufluð“. „Ég held það hafi verið þér, sem hættuð samtalinu“, sagði ég. „Jæja, það var þá ég. —■ Segið þér mér nú frá öllu“. Tónninn, sem hann talaði í, hleypti upp í mér og gerði mig æsta. Og svo fór heimska hjartað í mér að hamast. „Þér eruð það skringilegasta, sem ég hefi rek- ist á“, sagði ég eins merkilega og rólega, og mér var framast unnt. „Ég held meira að segja, að ég kæri mig ekkert um að tala við yður. — Gerið svo vel að fá' mér aftur fiðluna mína — ég vil helzt vera einsömul“. Og — nei ég skil ekkert í, hvernig þess- um manni er varið. Ég er þó sannarlega vön því að geta vísað karlmönnum frá mér. En annaðhvort er hann heimskur — eða þá sauðþrár. „Litla mín“, sagði hann, „þér vitið ekki sjálf, hvað þér kærið yður um. Ég heyri, hvað þér segið, — en það hljómar ekki mjög sannfærandi. Og þér hljótið þó að skilja, að þegar maður, eins og ég, hefi beðið eftir ævintýrinu árum saman — þá sleppir maður því ekki frá sér svona ohne weiter. Þér trúið auðvitað ekki á forlög og ást við fyrstu sýn. Það geri ég. Þér eruð nú forlög mín — ævin- týri mitt — elsku góða barn — lítið þér nú ekki svona óttaslegin út. Ég er ekki brjálaður. Ég er aðeins voðalega ástfang- inn. Eg hefi hugsað um yður hverja ein- ustu mínútu, síðan ég sá yður í fyrsta sinni á Bristol. — Eg er að minnsta kosti tíu-tólf árum eldri en þér — hamingjan góða, ég veit það svo vel“. — Loksins átt- aði ég mig þó svo, að ég gat sagt eitthvað í þessa áttina: „Nei — auðvitað trúi ég hvorki á ástina né örlögin. Og ég þekki yður alls ekkert. Þér þekkið heldur ekki mig. Og ég vil heldur ekki kynnast yður“. „O jú —“ greip hann fram í — „og þar að auki“, hélt ég áfram — og ég verð að játa, að það kom klaufalega og heldur p. s. „er ég trúlofuð“. Hann nam staðar. — „Já, það sögðuð þér líka síðast, en er það satt?“ „Auðvitað — og unnusti minn kemur hingað hinn 22*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.