Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 7
FORFEÐUR MANNA 149 rsteinaldarþjóða, virðast þeir ekki hafa þekkt. Steinflísarnar eru lítt tilhöggnar, þær hafa verið einungis höggnar svo, að þær færu betur í hendi, þó má sjá, að sumar hafa verið notaðar sem hnífar eða sköfur. Beinflísar með tálguförum hafa einnig fundist þarna. Verkfæri úr öðru :mýkra efni, tré eða því líku, eru vitanlega ■öll löngu eydd, þótt þau kynnu að hafa verið til. En hvað sem því líður, þá er það víst, að Pekingþjóðin hefir verið mann- verur, miklum mun ófullkomnari en nokkur þeirra frumstæðustu þjóða, er nú lifir, en engu að síður langtum fremri öllum apategundum. (Niðurlag næst). Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Bókmenntir. Þegar hausta tekur koma nýju bækurn- .ar á íslenzka bókamarkaðinn. Þetta er orðin áragömul venja og hún er góð. Skammdegiskveldin hafa frá fornu fari verið kyrrðar- og hvíldarstundir íslenzkr- ar alþýðu, og enn sem fyrri veita þau meira næði til lestrar en aðrir árstímar, Jpegar baráttan er háð sem hörðust fyrir tilverunni. Skammdegið kemur eins og máttúrlegur hvíldartími eftir annríki og áreynslu bjargræðistímans að sumrinu. Enn sem fyrri mun nýjum bókum vera veitt viðtaka með fögnuði á íslenzkum heimilum til sjávar og sveita, og á þær litið sem góða gesti. En vitanlega er þá mikilsvert, að bækur þessar séu raun- verulega góðir gestir, sem full ástæða sé til að fagna. Því miður er allmikill mis- brestur á því um margar bækur, sem .streyma inn á markaðinn á ári hverju. Margt þeirra bóka, sem út kemur, færir lesandanum sáralítið í aðra hönd, þær eru annaðhvort reyfarasögur lélegustu tegundar, eða sem nú tíðkazt, mjög póli- tísk eða trúboðsleg áróðursrit, helzt ein- hverra öfgastefna. Áróðurinn er að vísu tilreiddur í misjöfnu formi, svo að hann gangi sem bezt í lesendurna. Þetta er því lakra, sem kaupgeta og lestrartími alls þorra lesenda er af skornum skammti, það er raunalegt, að menn skuli fórna litlum efnum og naumum tíma til þess að afla sér lélegra bóka og lesa þær, auk þess sem þær smám saman hljóta að spilla smekk lesendanna og þannig hindra útgáfu góðra bóka og nytsamra. Annars er ekki ætlun mín í þessum línum, að fara í bókjafnað, heldur aðeins að benda lesendum N. Kv. á nokkrar nýjar bækur, sem bókaforlag Þorsteins M. Jónssonar hefir sent á markaðinn nú í haust, og all- ar hafa til síns ágætis nokkuð, þótt ólíkar séu og misgóðar. Guðmundur G. Hagalin: Sturla í Vogum. Akureyri 1938. Guðmundur Hagalín hefir að þessu sinni sent frá sér skáldsögu í tveimur þykkum bindum. Er það hans langlengsta saga og um leið hin efnismesta og heil- steyptasta. Sagan gerist á Vestfjörðum. Fólkið þar er alið upp við úfið og óstillt haf. Það hefir þar víðast hvar orðið að treysta enn meira á mátt sinn og megin enn aðrir Is- lendingar, og einangrunin hefir hvergi á

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.