Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 44
186 NÝJAR KVÖLDVÖKUR steingríma, er hann flýtti sér fram á milli tjaldanna. Díana sat grafkyrr inni í tjaldinu, eftir að hann var farinn, unz taugaskjálfti hennar rénaði og kyrrðist smámsaman. Kópec losaði hausinn úr armi hennar og sleikti hana í framan og ýlfraði ofurlítið. Hún strauk sig yfir ennið og varpaði önd- inni djúpt, en léttilega, og gekk síðan út í sólskinið með hundinn á eftir sér.------ Greifinn var önnum kafinn að fetla sár mannsins, og Díana horfði á með mestu athygli, hve fljótt og kunnáttulega hann bjó um meiðslin. „Þér erum læknir, monsieur?“ „Já“, sagði hann án þess að líta upp. „Ég stundaði læknisnám á æsku-árum og lauk öllum nauðsynlegum prófum. Það er óhjákvæmilegt, þegar maður er alltaf á ferðalagi — eins og ég er. Ég hefi sjálfur haft ómetanlegt gagn af því“. Díana horfði á Arabann, og varð eigi séð á rólegum andlitsdráttum hans, að hann fyndi minnstu vitund til. „Haldið þér, að hann finni nokkuð til?“ spurði hún þjóninn. Hann hló og yppti öxlum. „Minna, held- ur en ég myndi gera, madame. En það,i sem honum þykir allra verst er, hvað monseigneur muni segja, er hann heyrir, að Selim hafi verið svo heimskur um daginn að kaupa byssuræfil af einum þjóna Hollendingsins“, og svo bætti hann við nokkrum ertnisorðum á arabisku, svo að Selim leit upp og gretti sig gremjulega. Saint Hubert var nú búinn að fetla höndina og stóð upp og þurrkaði af sér svitann. „Haldið þér nú, að hann verði góður aftur?“ spurði Díana áhyggjufull. „Já, vafalaust. Hann hefir misst þumal- fingurinn, en ég vonast fastlega til að geta bjargað hendinni. Ég skal nú líta vel eft- ir þessu; en annars eru menn Ahmeds svo ágætlega vel haldnir og hraustir, að ég held ekki, að það sé nein hætta á eftir- köstum“. „Mig langar til að ríða dálítið út“, sagði Díana, um leið og hún gekk inn aftur. „Það er nokkuð framorðið, en þó nægur tími til stuttrar reiðar. Viliið þér koma með?“ Þetta var mikil freisting, og hann dró við sig svarið, meðan hann var að tína saman verkfæri sín, en hyggnin og gætn- in sigruðu. „Það vildi ég mjög gjarnan, en núna í svipinn verð ég að hafa nánar gætur á þessum náunga hérna“, sagði hann rólega, og greip til þessarar góðu afsökunar, sem fyrir hendi lá. Rétt á eftir hitti hann hana fyrir utan stóra tjaldið, er hún var ferðbúin, og hann beið, þangað til hún var stigin á bak. „Ef við verðum lengi, skuluð þér ekki bíða eftir mér. Látið þér þá Henri bara framreiða hádegisverð yðar“, kallaði hún um öxl inn á milli hinna hlálegu hunda- kúnsta Dansanda. Hann sá hana ríða á brott, og fáeinum skrefum aftar reið Gaston með sex manna sveit, en það hafði höfðinginn ákveðið upp á síðkastið, að hún skyldi aldrei ríða út fáliðaðri. Hún var afar ergileg yfir að hafa þetta fylgdarlið á hælum sér. Hún hafði áður haft mesta yndi af þessum út- reiðum sínum og að fá að vera ein á eyði- mörkinni með hugsanir sínar; en nú var allt gerbreytt með þessa vopnuðu sveit á hælum sér. Nú var ekki annað eins yndi og áður í þessum útreiðum hennar. Og hvaða gagn var í þessu? Hún hafði aldrei orðið fyrir neinu því á þessum út- reiðum sínum, er á neinn hátt sannaði nauðsyn þessarar ráðstöfunar. Hún hafði oft ætlað að mótmæla þessu, en hafði brostið hugrekki er á átti að herða. (Framh.)

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.