Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 32
174 NÝJAR KVÖLDVÖKUR var þó enn þungbærara að sjá hann reið- ann og vita, að það var henni að kenna. Þessa síðustu mánuði, sælublandna og hamingjuþrungna, hafði hún persónulega aldrei séð ægisvip þann, sem hún hafði lært að óttast. Hin dökku, sterku og eld- snöru augu hans höfðu aðeins horft vin- gjarnlega á hana, eða með glettnu háði. Og hún gat þolað allt annað, ef hann að- eins væri henni ekki reiður. Engin fórn væri of stór, ef hann aðeins vildi fyrir- gefa henni. Hún gat ekki borið reiði hans — hún þráði svo ógurlega blíðlyndi og hamingju. Hún unni honum af allri sál sinni, eldheitt og ástríðuþrungið! Loksins hafði hann þá tamið hana og beygt að fót- um sér, loksins brotið á bak aftur hennar stolta, þrjózka vilja. Enda hafði ást henn- ar gagntekið allan persónuleik hennar og magnstolið hana, svo að hjarta hennar tærðist af því nær líkamlegum kvölum. Hún gekk hægt burt til hans, og hann sneri sér snöggt við á móti henni. „Nú?“ Rödd hans var hörð og kuldaleg, og leiftrið í augum hans minnti um tígris- inn í kjarrskógum Indlands. Hún beit saman tönnunum til að kæfa angist sína. „Ég skal gera, eins og þú vilt ■— ég skal gera allt, sem þú vilt — vertu aðeins góður við mig, Ahmed!“ hvíslaði hún með titrandi röddu. Hún hafði aldrei fyrr nefnt hann skírn- arnafni, og vissi sennilega ekki heldur að hún gerði það núna; en er hann heyrði það, breyttist svipur hans merkilega, hann dró hana fast að sér og tók hana í faðm sér og var nú jafn gætinn og mjúkhent- ur, sem hann fyrr hafði verið harðhent- ur og miskunnarlaus. Hún lofaði honum að lyfta höfði hennar, svo að andlit henn- ar sneri við honum, og hún horfðist hug- rökk í augu við hann, er hann horfði fast og rannsakandi á hana. Og hún fann, að hann gagntók hana enn með sínu gamla seiðmagni, svo að hún gat ekki litið und- an. Og nú las hann í augum hennar eins og í opinni bók, að nú hafði hún loksins og algerlega gefist upp og gengið honum á vald, og hann var sér þess meðvitandi, að hann hafði bælt niður og yfirbugað síðustu leifar hinnar gömlu og þrálátu mótspyrnu hennar, af því hann vildi svo gjarnan geta haft hana hjá sér. Augnaráð hans tók merkilegum breyt- ingum, er hann lét augun hvarfla hægt niður eftir henni allri. Hún var eins og veikur reyr í sterkum höndum hans, Hann gat beygt hana og brotið fyrirhafn- arlaust. Og þó hafði hún barist gegn hon- um, beitt sínum unga, þráláta vilja gegn honum með þvílíku hugrekki og djörf- ung, að hann varð að dást að, jafnvel er hann varð æstur af reiði. Hann vissi vel,. að hún var hrædd við hann — hann hafði lesið óttann í augum hennar, er hún reis- gegn honum. Þverúð hennar og hatur höfðu eggjað hann og örvað, einmitt sök- um þess, að það var svo algerlega and- stætt hinu flaðrandi og auðmjúka smjaðri,- sem hann hafði verið vanur, og sem þreytti hann fram úr hófi. Og hann hafði ásett sér það fastlega að yfirbuga hana algerlega. Áður en hann yrði þreyttur á henni og leiður, yrði hún að læra að þekkja aðeins einn vilja. Vilja hítns! Og nú vissi hann, að í kvöld hafði hún barist sinni síðustu baráttu, að hún aldrei fram- ar mundi rísa gegn honum, að hún héðan af var eins og mjúkt vax í hendi hans. Loksins! Og þó stóð hann hér ekki sem sigurvegari, fann ekki til gleði þeirrar og ánægju, sem hann hafði búist við. í þess stað vaknaði hjá honum einkennileg og ólýsanleg óánægja. Óánægja með sjálfan sig? Með hvað? Hann skildi það ekki! Hann blótaði í hljóði og leit hálf-gramur á hana. Hún var töfrandi yndisleg, hugs- aði hann, eins og sæi hann hana nú rétti- lega í fyrsta sinn, alla þessa fegurð, sem nú var hans. Hún var yndisleg, fullkomin

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.