Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 11
Wilkie Collins K e r t i ð. Mér finnst að ég þurfi að gera játningu. Ég er ásóttur af vofu. Þó að þú getir í hundrað ár, þá muntu aldrei geta hins rétta, hver þessi vofa er. Ég skal koma þér til að hlæja fyrst í stað, en á eftir mun fara hryllingur um þig. Þessi vofa er — kerti. Já, kertastjaki og kerti — það er það, sem ásækir mig. Ég óska, að það væri eitthvað skemmti- legra og óvenjulegra, fögur kona, gull- eða silfurnáma eða vínkjallari eða hestur og vagn eða eitthvað þess háttar. En það er nú einu sinni þetta, og það verður tað taka því eins og það er. Ég er ekki lærður maður, en mér er nær að halda, að þegar eitthvað ásækir mann, þá stafi það af því, að það hafi skelft hann í fyrstu. En hvað sem því líð- ur, þá stafar þessi ásókn kertisins af því, að ég einu sinni varð yfir mig hræddur við kerti og kertastjaka —• já ég var nærri dauður af hræðslu og meira að segja um tíma, þá tók það frá mér vit- glóruna. Það er ekki skemmtilegt að þurfa að játa þetta, áður en ég fer að greina frá at- burðinum, og þú munt ef til vill verða fús að játa það, að ég sé ekki hreinn og beinn heigull, þegar þú færð að heyra um þennan atburð, sem skeði fyrir löngu síðan. Nú skal ég koma með söguna, eins vel og ég get frá henni sagt. Ég fór í siglingar, þegar ég var ekki stærri en göngustafurinn minn. Ég var duglegur og var gerður að stýrimanni tuttugu og fimm ára gamall. Þetta var árið átján hundruð og átján eða nítján, ég man ekki fyrir víst hvort árið það var, sem ég varð tuttugu og fimm ára. Þið verðið að fyrirgefa, ég er ekki svo minn- ugur á mánaðardaga, nöfn, tölur og þess háttar, en það, sem ég ætla að segja ykk- ur núna, stendur eins skírt fyrir hug- skotssjónum mínum, eins og það hefði gerzt í gær. En það er eins og einhver þoka yfir minningunum, bæði sem gerð- ust á meðan og eftir þessum atburði, að það eru lítil líkindi til þess, að þau skír- ist nokkurn tíma fyrir mér. Jæja þá, árið átján hundruð og átján eða nítján, þegar friður var í okkar hluta heimsins, þá var barizt óskipulega og á víð og dreif á hinum gamla orrustuvelli, sem við sjómennirnir þekktum undir nafninu — Spönsku nýlendurnar. Þær nýlendur, sem Spánverjar áttu í Suður-Ameríku höfðu hafði uppreisn og lýstu yfir sjálfstæði sínu. Það áttu sér stað miklar blóðsúthellingar milli hinnar nýju stjórnar og þeirrar gömlu, en ný- lendurnar höfðu yfirhöndina undir stjórn Bolivar hershöfðingja — frægs manns á þeim tíma, þó að hann sé horfinn úr hugum manna nú. Bæði Englendingar og írlend- ingar, sem ekkert höfðu að gera heima, buðu sig fram sem sjálfboðaliða, og marg- ir kaupmenn vorir sáu sér hag í því að senda uppreisnarmönnum birgðir allskon- ar. Þetta var auðvitað töluverð áhætta, en ef ein slík ferð heppnaðist, þá bætti hún alveg upp, að minnsta kosti tvær aðrir, sem misheppnuðust, og þetta virðist vera nærri því algild regla, hvar sem er í heimnum í verzlunarsökum. Ég varð einn þeirra Englendinga, sem þátt tók í þessum verzlunarferðum. Ég var þá stýrimaður á briggskipi, sem 20

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.