Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 9
BÓKMENNTIR 151 þó fjarri að Hagalín segi söguna í því skyni að láta allt fara vel, til að þóknast þeim lesendum, sem þess æskja; sagan stefnir öfgalaust að endinum, og virðist í rauninni tæplega geta endað öðruvísi. Atburða- og náttúrulýsingar sögunnar eru margar stórfenglegar. Mest finnst mér vert um brimlendinguna í öðru bindi. Sú lýsing er með þeim ágætum, að lesandinn bæði sér öldurnar og heyrir brimgnýinn, og stendur á öndinni af ugg um hversu baráttu fárra manna í lítilli bátskel við æðandi holskeflurnar muni lykta. Þá er óveðurslýsingin í upphafi sögunnar og kaflinn, er segir frá því, er börn Sturla lenda í flæðiskerinu og björg- un þeirra, báðar með ágætum. í stuttu máli sagt, er Sturla í Vogum ágæt bók, sem skilið á hina fyllstu út- breiðslu og vinsældir, enda ekki hætta á öðru, þegar menn taka að kynnast henni. Það er sérstaklega hressandi að lesa sögu eins og Sturlu .nú, þegar sú stefna virðist helzt uppi meðal íslenzkra sagnaskálda að lýsa einkum úrþvættum og ræflum, en í Sturlu í Vogum kynnist lesandinn einkum þeim mönnum, sem manndómur er í, og það slíkur manndómur, sem ætíð hlýtur að bera sigur úr býtum að lokum. Það er ánægjulegt til þess að vita að höfundur Sturlu er ekki enn nema fertugur, svo að íslenzkir lesendur mega enn vænta frá honum margra góðra bóka. Gríma, 13. Ritstjórar Jónas Rafn- ar og Þorsteinn M. Jónsson. Gríma er að vanda læsileg, og kennir þar ýmissa grasa hinna þjóðlegu fræða. í þetta sinn segir þar mikið frá Bjarna sýslumanni Halldórssyni á Þingeyrum, hinum stórbrotna misindismanni og sæl- hera og afkomendum hans. Sú mynd, er þættir þeir gefa af söguhetjunum og ald- arfarinu, er allt annað en glæsileg, og £eta menn næstum dregið í efa hvort rétt muni með farið, og marga mundi áreið- anlega fýsa að vita nánar, hvort ekki væru málsbætur fyrir hendi. Þá segir og í hefti þessu frá brennu Reynistaðar 1758, óspektum Englendinga við Skjálianda og Þjófa-Gísla hinum austfirzka, sem er skemmtileg saga, auk margs annars. Eig- inlegar þjóðsögur eru þar ekki nema af afturgöngu Floga-Sveins, sem lyktaði með því, að hann var negldur niður í leiði sitt. Hafa sagnir þær til skamms tíma verið í fersku minni í Hörgárdal. Óskar Clausen sagnaritari hefir lagt mest af mörkum til Grímu í þetta sinn. Sagnir hans eru að mestu leyti tíndar saman úr handritum á Landsbókasafni. Ekki verður þó af þeim séð, hvort þar er beitt nokkurri gagnrýni eða mati á heim- ildum, og er það galli, þegar verið að gefa út sagnir um nafnkennda menn, eins og t. d. Bjarna sýslumann. Virtist sönnu nær að gefa út frumheimildirnar sjálfar, eins og þær liggja fyrir. Þannig mun liggja mikið óprentað ógrynni af þáttum Gísla Konráðssonar, sem áreiðanlega væri gam- an að kynnast. Stefán á Munkaþverá segir eina sögu í Grímu, minnist ég ekki, að hafa séð fyrr sagnir úr safni hans, en margt mun hann eiga af fróðleik í fórum sínum. Engin hætta er á, að þetta hefti Grímu spilli vinsældum hennar eða því góða áliti, sem hún hefir þegar fengið að verð- leikum, enda er hún orðin eitt hið fjöl- breyttasta íslenzka sagnasafn, sem út hefir komið. Einkum er hún merkileg sakir hinna mörgu sannsögulegu þátta og þáttabrota, sem allir geyma meiri eða minni gögn íslenzkrar menningarsögu. Er vonandi að Gríma eigi enn langa lífdaga fyrir höndum. Víst er og það, að margir Eyfirðingar a. m. k. munu hyggja gott til næsta heftis hennar, sem meðal annars mun flytja þátt af Torfa á Klúkum og Brot úr sögu Munka-Þverárklausturs.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.