Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 25
SÝ SLUMANN SDÆTURNAR 167 framar: „Æ, skollinn hafi það“, þegar fiðlustrengur slitnaði. í stuttu máli. Hún var orðin eins og allar aðrar velsiðaðar ungar stúlkur. Malla frænka hefði því átt að vera ánægð — en hún var það ekki. „Heyrðu, litla mín“, sagði Malla frænka ■dag nokkurn, þegar Hilda stakk handa- vinnu í saumapoka sinn og ætlaði af stað til frú Hauss um kaffi-leytið. „Ertu ekki almennilega frísk?“ „Ég frísk, jú ég held nú það!“ Hilda leit hissa á Möllu frænku. „Ja, það er barasta það, að þú hefir verið svo alveg fyrirmyndar dæmalaus þennan síðasta hálfa mánuð — og það er •ekki beinlínis líkt þér“. Hilda hló. „Ó, þú furðulega fyrirbrigði innan úr afdölum — en allt sem búið getur í þín- um þoku-heila. — Skilurðu þá ekki, að all- ar þær andlegu áburðar-fötur, sem þú ár frá ári hefir steypt yfir þetta litla rósen- strips-eplatré, eru nú loksins farnar að hafa áhrif. Elskulega Malla frænka, hafir þú til þessa aðeins fundið maðksmogin •epli á — á rósenstripstrénu, þá skal ég heita þér því, að héðan af skaltu aðeins finna þar gallalaus — amerísk epli. — Bless! —“ Hilda blátt áfram dansaði gegnum hall- argarðinn. Hún var í sólskinsskapi. Af hverju, má hamingjan vita. „Ég fer annars ekki til tengdamömmu, hugsaði hún — ég held að ég hafi farið þangað tíu sinnum síðasta hálfa mánuð- inn. Of mikið og of lítið eyðileggur allt — segir Malla frænka. Og nú kemur Er- lingur bráðum. Hvað það var inndælt, að hann fékk þessa stöðu í stjórnarráðinu. — Stjórnarráðs-ritari Erlingur Hauss. Það er að minnsta kosti góð byrjun — og svo getur hann ef til vill einhverntíma ■orðið sýslumaður heima. Löng leið og öll «pp á móti, sagði Malla frænka, þegar hún hafði verið að bollaleggja þetta hérna um daginn. Og Aníta hafði hlegið að henni. Aníta var farin að daðra. — Sannar- lega. Weymann — eitthvað í banka. Á bíó í dag. Hún vildi líka fara á bíó. Hún leit á armbandsúr sitt. Fimm mínútur eftir til næstu sýningar á Paladsteatret. Af stað. Hún hljóp við fót ofan Hallar- brekkuna“. „En — góðasta — fröken Ritter!“ „O — gott kvöld, lautinant Berg. Þér haldið líklega, að ég sé gengin af göflun- um að hlaupa svona. Mig langaði allt í einu svo mikið til að fara á bíó —“ „Og ég var einmitt að hugsa um, að mig hefði langað svo til að ná í yður og fara með yður í 'Bristol. Þér munið — að þér lofuðuð því að fara með mér — seinna —“. „Já, að hugsa sér — vitið þér bara hvað, lautinant Berg — mig langar verulega til þess“. „Það gleður mig sannarlega. Þá sting ég upp á bíó fyrst og Bristol á eftir“. „En, lautinant Berg, hefir yður hlotn- ast arfur? Eða hafið þér stolið?“ „Þér megið ekki segja neinum það. — Stolið — „Jæja, þá verð ég að taka sprettinn upp brekkuna aftur. — Verð að hafa kjóla- skifti, skiljið þér“. „All right“. Á stéttinni framan við húsið á Skógar- vegi gekk hahn fram og aftur, sem var eitthvað í banka. Hann heilsaði Hildu, sem hafði verið kynnt honum lauslega. „Hann er eflaust að bíða eftir Anítu“, hvíslaði Hilda, „þau ætla ef til vill líka á Bristol. — Ég skal vera svo fljót, — en viljið þér ekki heldur koma með upp“. „Þakk, ég ætla að bíða hérna“. Og lautinant Berg fór að ganga fram og aftur um gangstéttina. Beint framundan útidyrunum gengu

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.