Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 34
176 NÝJAR KVÖLDVÖKUR anda móti sér. „Það er eintómur galsi í Dansanda, en ekki vonska. Það verður að- eins að hafa gott taumhald á honum. Það hefði verið dálaglegt, ef hann hefði fleygt mér af baki rétt íyrir fæturna á ókunn- ugum manni. Monseigneur hefði víst ekki líkað, að ég þannig gæfi Dansanda einkaleyfi á kenjum hans! Maður verður að þjálfa sig vel til að ríða hestum Monseigneurs! “ „Já, það er að minnsta kosti talsvert taugaæsandi að ríða samhliða þeim!“ Díana hló glaðlega. Maðurinn, sem hún hafði óttast að hitta, gerði henni þessa eldraun auðvelda. „Ég hefi fyllstu samúð með yður, Monsieur! Var Shaitan mjög slæmur?“ „Ef vicomte Saint Hubert ætlar að telja þér trú um, að hann hafi taugar, Díana“, greip höfðinginn hlæjandi fram í, „þá skaltu bara ekki trúa honum! Hann á þær bókstaflega ekki til!“ Saint Hubert sneri sér fjörlega að honum. „Og, Ahmed? Jæja? Þú manst ef til vill —?“ sagði hann hlæjandi, og nú rifj- aði hann upp hverja endurminninguna eftir aðra og hélt því áfram, unz máltíð- inni var lokið. — Gesturinn hafði komið með mesta fjölda dagblaða og tímarita, og Díana hreiðraði sig niður í dívankoddana með fangið fullt af blöðum, sem hana dauðlangaði til að lesa. En hvernig sem 'því nú var varið, dofnaði sá áhugi hennar smám saman, er hún gróf sig niður í alla þessa blaðahrúgu. Hún varð þess brátt vör, að fjögurra mánaða einangrun í eyðimörkinni gerði henni erfitt fyrir með að halda þræðinum í hinni síhreyfu rás viðburðanna. Ýmsar tilvísanir reyndust henni óskiljanlegar, og svörin oft út í hött. Henni virtist allt í einu, eins og allir viðburðir út um heim væru svo ómælanlega einskis virði sam- anborið við það mikilvæga, sem fyrir hana sjálfa hafði komið, eg gagntók hana alla, svo að sál hennar rúmaði eigi neina aðra hugsun. Leiðarenda eygði hún ekki, og þorði heldur ekki að hugsa fram á við! Hún ýtti frá sér öllum blöðunum og hélt aðein? eftir einu tímariti, sem hún lézt festa allan hugann við. Gaston kom inn með kaffið. „Enfin, Gaston, eftir tveggja ára bið aftur þennan goðadrykk!“ kallaði greifinn glaðlega á móti honum. „Það er ný kaffivél handa yður í farangri mínum, vinur minn, það er að segja, ef hún hefir þá þolað hinn vandvirknislega frágang Henris“. Hann færði Díönu bolla og setti hann á set-skemil við hliðina á henni. „Ahmed er upp með sér af því, að ég komi til að heimsækja hann. En það geri ég nú ekki! Ég kem til að drekka dásamlega kaffið hans Gastons, og í hvert sinn, sem ég kem hingað, læt ég hann fá nýja vél til þeirra þarfa. Þessi síðasta er hreinasta fágæti af hugviti. Fyrirgefið þér, en ég verð að drekka það með tilhlýðilegum og verð- skulduðum fjálgleik. Það er helgi-siður, madame, en eigi matarhæfileg nautn!“ Hann leit í augu henni á ný með hinu sama vingjarnlega og alúðlega augnaráði, og hún roðnaði og laut djúpt niður yfir blað sitt. Hún fann til þess ósjálfrátt, að hann var að reyna að hjálpa henni með því að spjalla um allskyns léttvæg og sundurleit málefni með stakri nærgætni,. er eigi lézt sjá hina tvíræðu og afar erf- iðu aðstöðu hennar. Hún var honum þakklát fyrir þessa nærgætni, er þó sam- tímis særði hana. Hún gaf honum ná- kvæmar gætur, er hann gekk aftur til höfðingjans og settist við hliðina á hon- um. Hatur það, sem hún um morguninn hafði ætlað að láta bitna á honum, hafði lognast út af þegar undir borðum, og nú var aðeins eftir afbrýðisemi hennar — og jafnvel hún hafði tekið svipbrigðum og var orðin af öfund — sárustu öfund,.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.