Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 6
148 NÝJAR KVÖLDVÖKUR aldaöðli verið að mestu lokað fyrir Ev- rópumönnum. Stefnubreyting í þá átt varð eftir stjórnarbyltinguna þar 1912. Meðal annara nýjunga, sem hin nýja stjórn byrjaði á var jarðfræðirannsókn landsins. Sænskur jarðfræðingur Gunn- ar Anderson að nafni, var helzti ráðu- nautur Kínverja í þessum efnum. Hann hóf þegar að rannsaka steingervinga frá Tertiærtímanum. Rannsóknarsvæðið lá í fjöllunum vestur frá Peking. Þar var gnótt steingerðra dýraleifa bæð frá Ter- tiærtíma og upphafi jökultímans. Nokkrum árum eftir að rannsóknin hófst eða árið 1921, heyrði Gunnar Ander- son tal nokkurra kínverskra verkamanna, er unnu að greftri við rannsóknirnar. Þá furðaði það stórlega að menn skyldi verja fé og fyrirhöfn, til að grafa eftir beinum þessum, þar sem þar í grennd væri annar staður miklu beinauðgari. Gunnar Ander- son flutti þá rannsóknir sínar þangað, eft- ir tilvísun verkamannanna. Staður þessi, sem síðar er orðinn frægur, heitir Chou Kou Tien. Það leið ekki á löngu þar til Gunnar Anderson fann fyrstu minjarnar um menn á þessum stað. Engum öðrum en hinum skarpskyggna, þjálfaða vísinda- manni mundi hafa dottið í hug, að hér væri um ólíkar minjar að ræða, því að hið fundna var aðeins dálítill kvartsmoli, en sú steintegund finnst þar hvergi í grennd. Anderson ■ ályktaði því, að menn hefðu borið hann þangað. Það liðu samt 5 ár þangað til mestu minjarnar fundust, en þær voru tveir jaxlar, sem líkt og jaxlarnir á Java, minntu helzt á manns- og apajaxla. Smám saman fundust fleiri jaxlar, og innan skamms þótti fullvíst, að hér væri um að ræða leifar mjög frum- stæðrar mannveru, sem nefnd var Pek- ing-maðurinn. Margir efuðust um, meðan ekki var hægt að sýna fleiri sannanir en rnokkrar tennur, en leitinni var ótrauð- lega fram haldið. Árið 1929 fannst nærri því ósködduð hauskúpa auk ýmissa brota af höfuðbeinum. Síðan hafa fundist nokkrar hauskúpur auk annara beinaleifa og fleiri minja. Þannig geta vísindamenn nú gert sér allljósa grein fyrir því hversu Peking-manninum hefir verið háttað. Skal nú drepið á hinar helztu niður- stöður. Það er augljóst að Java-maðurinn og Peking-maðurinn hafa verið náskyldir. Enni Peking-mannsins er hvelfdara en hins, en aftur virðist hann þó á sumum sviðum hafa verið minna þroskaður en Java-maðurinn. Þótt næsta torvellt sé eftir nokkrum hauskúpum, að segja ákveðið um gáfnafar þessara löngu liðnu manna, þá er þó eitt víst, að bæði Java- og Peking-maðurinn hafa verið máli gæddir. Þetta verður ráðið af einkennum þeim, er heilinn setur í innanverðar haus- kúpurnar. Þar sjást þess glögg merki, að heilahlutar þeir, sem stjórna talgáfunni eru allvel þroskaðir, svo að miklu munar frá öpum þeim, sem skyldastir eru mönn- um. Ennfremur hafa fundist ýmsar minj- ar, er sýna að Pekingþjóðin hefir tileink- að sér frumatriði menningarinnar. Eld- bornir steinar, sem fundist hafa í nám- unda við beinaleifarnar sýna, að frum- menn þessir hafa notað eldinn. Þó má telja vafasamt, hvort þeir hafa sjálfir kunnað að kveikja eld, eða hafa einungis notað sér eld frá sléttu- eða skógareldum, sem oft kviknar af eldingum. Meðal leifa annara frummanna finnast öruggar sann- anir fyrir kunnáttu þeirra að kveikja eld fyrst undir lok jökultímans, en Peking- þjóðin lifði í byrjun þess tímabils eða jafnvel enn fyrr. Þá hafa einnig íundist nokkur verkfæri þessara manna. Verkfærin eru að vísu harla ófullkomin, flest eru þau steinflísar, annaðhvort úr kvartsi eða sandsteini, tinnuna, aðalsmíðaefni hinna evrópsku

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.