Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 42
184 NÝJAR KVÖLDVÖKUR hann gæti sokkið, lendi hann í óvæntri freistingu og missi stjórn á sjálfum sér!“ „Og konan verður að líða!“ hrópaði Dí- ana æst. „Líða fyrir þá fegurð, sem Guð hefir veitt henni til bölvunar! Þá fegurð, sem hún ef til vill hatar sjálf! Líða, unz fegurð hennar bliknar og visnar! — Hve mikið —“ hún þagnaði allt í einu og beit á vörina. Samúðarkennd sú, sem hún hafði mætt síðastliðna viku, og ósjálf- rátt hafði snortið hana, og losað um þau bönd, er hún hafði lagt á sig og tilfinn- ingar sínar, hafði nú valdið því, að hún talaði yfir sig. Hún varð því allt í einu skelkuð við það trúnaðartraust, er vin- samlegt viðmót hans hafði því nær lokk- að út úr henni, og steinþagnaði. Hún, sem var stolt og stórbrotin að eðlisfari, óttað- ist meðaumkun þá, er hún nærri því hafði ákallað. „Afsakið! Fyrirgefið mér!“ sagði hún kuldalega, „hugsanir mínar og tilfinning- ra geta auðvitað ekki verið yður neitt hugðarefni!“ „Þvert á móti! Það eru þær einmitt í fyllsta máta!“ svaraði hann hiklaust. „Eins og hvað? Eins og uppskurðar- rannsóknarefni?11 sagði hún og hló biturt. Verið þér þá fljótur að færa yður í upp- skurðar-sloppinn og sækið viðstöðulaust verkfæri yðar! Fórnardýrið bíður! Það mun verða glæsileg mynd í næstu bók yðar!“ „Madame!“ Hann hafði sprottið á fætur, og hún iðraðist þegar gremju sinnar, horfði ang- urvær á hann og rétti honum hendina. „Æ, fyrirgefið mér! Ég hefði ekki átt að segja þetta! Þér eigið það ekki skilið af mér! Þér hafið verið mjög vingjarnleg- ur við mig, og fyrir það er ég yður þakk- lát. Fyrirgefið mér ókurteisi mína! Það hlýtur að vera hitinn, sem gerir mig svo óþolinmóða og gremjuþrungna — eða haldið þér það ekki?“ Hann virtist ekki heyra þessa athuga- semd hennar — þessa vesælu afsökun — og lyfti skjálfandi fingrum hennar upp að vörum sínum. „Ef þér viljið sýna mér þann heiður að veita mér vináttu yðar og traust“, mælti hann virðulega á sama hátt og hinir fornu riddarar, — „þá stend- ur líf mitt yður til boða!“ En meðan hann sagði þessi orð, tók- rödd hans blæbrigðum. Snerting kaldra fingra hennar vakti stríðan storm tilfinn- inga hans, er sem snöggvast yfirbugaði hann algerlega. Hún dró ekki að sér höndina, en leit undan og horfði dálitla stund ofan á hundshausinn, sem lá í kjöltú hennar. Svo leit hún aftur upp og horfðist djarflega í augu við hann. „Tilboð yðar er of sjald- gæft til þess að hafna því. Ef þér viljið vera mér vinur, eins og þér eruð vinur Monseigneurs —“ tautaði hún og leit und- an, og fingur hennar titruðu lítið eitt í hendi hans. Hann hrökk við, og þrýsti ósjálfrátt fast hönd hennar. Vinur monseigneurs! Hann varð þess allt í einu var, að síðustu fimm mínúturnar hafði hann alveg gleymt höfðingjanum. Hann hafði gleymt öllu utan við sig og umhverfis, sökum hinnar ungu og yndislegu stúlku, sem stóð hjá honum. Og hann varð alveg skelkaður við ofurmagn geðshræringar þeirrar, er hafði gagntekið hann algerlega svo óvænt og skyndilega. Rólyndi hans, trygglyndi og ástríðulausa vinsemd hafði sópazt alger- lega á brott í ógurlegri hringiðu tilfinn- inganna. Hjarta hans • lamdist í brjósti hans, eins og það ætlaði að springa — og allt hringsnerist fyrir augum hans. Svo beit hann saman tönnunum og barðist við að ná aftur sínu venjulega sang-froid. Hann átti sannarlega til þessa ástríðu- þrungnu skapgerð, sem Díana hafði orðið vör í skáldsögu hans. Og nú hafði þetta innra afl brotið af sér alla hlekki og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.