Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 20
162 NÝJAR KVÖLDVÖKUR „Mér þykir svo leiðinlegt að þurfa að fara frá þér —— Og Guð veit, hvað hann sagði við hana. Hann var svo innilega sorgbitinn á svip, og hún var meira að' segja alvarleg. Og hálftíma síðar var hún uppi á stjórnpallinum hjá skipstjóranum og bað um að fá að stýra og spjallaði og hló, eins og hún hefði aldrei verið hrygg á ævi sinni. Uff — þegar ég nú les yfir þetta, sem ég er búin að skrifa, þá sé ég, hvernig öf- undin skín allstaðar í gegn. Að ég er í rauninni að ásaka Hildu. Og þó er hún elskulegasta systirin, sem til er. Það er ekki vond hugsun til í henni. Það er ég, sem er vond. — Nei — ég vil læra hrað- ritun. Ósló 15. sept. Kæri Erlingur. — Geturðu séð framan í mig? Ekki það —? Slæm samvizka stendur þar skýrum stöfum. Þakk fyrir bréfið. Þú skrifar svo inndælt og segir svo margt fallegt við mig — að ég verð alveg hrærð og þrái þig. Já, þú ert góður strákur. Alltof góður handa mér. Þetta er nú það, sem kallað er „viðurkenning sannleikans". Svo langt er ég þá komin. Ég hefði auðvitað átt að skrifa þér fyrir löngu síðan. En tíminn flýgur svo hérna. Eða það er kannske ég, sem flýg. Ég get ekki gert að því, að ég verð að ganga út á Drammens-veginn bæði klukkan 2Vz og 6I/2. Og ég verð að fara í hljómlistina — og verð að fara í leikhúsið og verð allt mögulegt, sem ég bara get komist yfir, og liðlega það. Þú mátt ekki reiðast mér fyrir þetta. Ég skal reyna að fara til mömmu þinnar einhvern daginn. Systir þín kom hingað í gær. Hún var verulega sæt. Aníta og hún urðu undir eins vinir. Ég held ekki, að við höfum orðið það — hversvegna veit ég ekki. Ég var að æfa mig, þegar hún kom, en lagði auðvitað fiðluna frá mér. En hún leit ekki af henni — eða var það máske flýgillinn, sem hún horfði á — meðan ég var inni. Mér fannst það á mér, að ég væri til ó- þæginda — hugsaðu þér — og svo „stakk ég af“. En á eftir hafði hún verið veru- lega alúðleg við Anítu. Og, sem sagt, þær urðu vinir. Þú mátt ekki vera leiður yfir því, að það var ekki ég og hún, sem urðum vinir — ég skal vissulega ná í hana seinna. Hvernig líður foreldrunum? Og hirð- irðu nú „Tony“ vel? — Hann þarf að finna til sporanna öðru hvoru. Ég reið honum ekki mikið, eins og þú veizt. Hann vildi bara brokka. Mér líkar ekki, að pabbi skyldi selja „Dolly“. Hún hefði getað orðið góð. Hún brást bara í þetta eina skipti. Og manstu, hvað hún stóð fallega fyrir rjúpnahópn- um fyrir ofan Vikselið? Ég má ekki vera að því að skrifa meira núna. Vertu nú svo góður að skrifa aftur. Beztu kveðjur þín Hilda. Hilda söng úti í forstofunni. Viðlagið á þrem helztu dægurvísum Chat noirs. „Þar kemur Hilda“, sagði Aníta og lagði handavinnu sína frá sér á borðið. „Já, það er nú líklega kominn tími til þess“, sagði Malla frænka. „Sælar og blessaðar — en hvað veðrið er leiðinlegt í dag. Það var svo hvasst á torginu að —. Rautt nef, hvað? — Gat næstum ekki hreyft fingurna. Meistarinn sagði, að ég hefði aldrei spilað eins illa“. Hilda setti frá sér fiðlukassann og nuddaði saman höndunum. „Ekki hefirðu verið þar allan þennan tíma“, sagði Malla frænka. „Viltu kaffi?“ „Nei, þakka þér fyrir! Ég drakk kaffi hjá lautinant Berg á Halvorsens, og með honum þarna litla læknisnemanum Holm. Gaman!

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.