Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 23
SÝ SLUM ANN SDÆTURN AR 165 Allt í einu greip hana sterk og stjórn- laus þrá eftir Erlingi — svo áköf, að tárin spruttu af augum henni og hrundu hægt niður kinnarnar. „Ó, Erlingur11, hvíslaði hún lágt og þerraði tárin með handskjólinu. — „Jæja, loksins! Hálftíma á eftir áætlun, náðuga fröken!“ Lautinant Berg smellti saman hælum og heilsaði á herramannsvísu. „Æ, lautinant Berg — þér megið ekki horfa á mig“, sagði Hilda í bænarróm og reyndi að hleypa í sig kjarki; „ég hefi .svona agalegan höfuðverk. Og ég vissi engin_ráð að koma boðum til yðar — .systir mín var nefnilega ekki heima i kvöld. Ég kem aðeins til að segja yður, að mér er ómögulegt að fara með yður á Bristol í kvöld. En einhverntíma seinna“. „En hvað það var leiðinlegt“, — lauti- nantinn virtist verða mjög vonsvikinn — „,en auðvitað — þó það nú væri. — Það var bara engin meining í, að þér skylduð 'fara alla þessa leið til að segja það“. „En það varð ég þó að gera“. „En nú 'verð ég að fá að fylgja yður heim aftur“. „Æ, viljið þér ekki heldur útvega mér bíl“, sagði Hilda. Lautinantinn stöðvaði fyrsta bílinn, ;sem fór fram hjá, og hjálpaði Hildu upp í. „Mér þykir svo fyrir, lautinant Berg — •en ég treysti mér ekki“. „Verið þér ekki að hugsa um það, góða fröken Ritter. Ég vona, að þér verðið hraust og frísk, þegar þér eruð búnar að sofna. Þakk fyrir að þér komuð. — Góða nótt. — Skógarveginn, bílstjóri!11 Og Berg lautinant smellti saman hæl- um og heilsaði að hermannasið. Hilda veifaði til hans, um leið og bíll- inn rann af stað — svo hallaði hún sér ■ áfram og sagði við bílstjórann: „Ekki Skógarveginn — heldur Hof- mannsbæ, efst í Theresugötu! Svo hallaði hún sér aftur á bak og varpaði öndinni léttilega. í raun og veru hafði það verið miklu verra, en Aníta hafði hugsað sér — miklu verra. Frú Hauss hafði tekið sér þetta svo nærri. Og samt hafði Aníta logið agalega. — Já svo að hún fann til sársauka ein- hverstaðar inni á brjóstinu. Og þessa stundina hataði hún Hildu, því hún sá vel, að frú Hauss skildi þetta allt saman. En samtímis hugsaði Aníta: „Bara að hún kæmi aldrei hingað — því þá myndi hún verða ástfangin í frú Hauss — og þá — Aníta roðnaði við þessa hugsun. Og reyndi að hætta við að hugsa hana á enda. — Þessa hugsun, sem sí og æ sveimaði í kollinum á henni: „Einhvern- tíma — einhverntíma slítur Hilda trúlof- uninni — svona eins og hún er — og þá —“. Hún skammaðist sín niður fyrir allar hellur fyrir þessa hugsun. Og fannst hún vera svikari gagnvart Hildu. En samt sat hún þar föst — innst inni, þessi hugs- un. — „Jæja, jæja —“, sagði frú Hauss — rödd hennar var mild og sorgbitin. „Ein- hverntíma kemur þó vonandi Hilda litla — í sömu svifum var hringt sterkt dyra- bjöllunni. — Tvær stuttar — ein löng hringing. Tvær stuttar — ein löng, „Hilda!“ kallaði Aníta upp — og hjarta hennar lamdist af undrun og — vonbrigð- um. „Æ, þú mátt ekki vera reið við mig. Elsku, vertu ekki reið við mig fyrir það, að ég hef ekki komið fyrr“. Hilda hélt með báðum höndum fast utan um hand- legginn á frú Hauss og horfði á hana tár- votum augum. — „Það er svo ljótt af mér — ég veit það vel. Það er, eins og mig hafi ekki langað til þess — ég segi það alveg, eins og það er, tengdamamma. En rétt í því er ég ætlaði út núna, þá fór

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.