Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 37

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 37
ARABAHÖFÐINGINN 179 um ástæðum, að ég bið þig að láta þessa ungu stúlku fara“. „Fyrirgefðu mér, Raoul! Þú veizt, að djöfullinn hleypur í mig öðru hvoru!1' tautaði höfðinginn og lagði sem snöggvast hendina á öxl Saint Huberts. „Þú hefir ekki. svarað mér neinu, Ahmed!“ Höfðinginn sneri sér frá honum. „Hún er ánægð“, svaraði hann og beygði af. „Hún er hugrökk!“ leiðrétti greifinn. „Já, alveg rétt! Hún er hugrökk!“ ját- aði höfðinginn ópersónulega. ,,Bon sang —“ sagði greifinn stillilega. Höfðinginn sneri sér snöggt að honum. „Hvernig veizt þú það, að það er ætt- göfgi í henni?“ „Það er auðséð!“ sagði hann þurrlega. Það er ekki það, sem þú eiginlega átt við! Komdu bara með það! Hvað veiztu?“ Greifinn yppti öxlum, gekk að ferða- kofforti sínu og tók upp brezkt tímarit með myndum, opnaði það í miðju og rétti höfðingjanum án þess að mæla orð af munni. Ahmed Ben Hassan gekk burt undir hengilampann, svo að birtan féll beint niður á blaðið í hendi hans. Á blaðsíð- unni, sem blasti við honum, voru tvær almyndir af Díönu, önnur í samsætisbún- ingi, en hin í reiðbuxum og stuttum reið- jakka, eins og greifinn sá hana fyrst, standandi við hliðina á hesti sínum með tauminn yfir handlegg sér, en hattur hennar og svipa lágu við fætur hennar. Neðanundir myndunum var þetta lesmál: „Díana Mayo er enn eigi komin aftur úr eyðimerkur-leiðangri sínum, og eru hinir fjölmörgu vinir hennar eðlilega orðnir kvíðafullir út af fjarveru hennar. Fyrir fjórum mánuðum síðan lagði miss Mayo af stað frá Biskra með áreiðanleg- um fylgdarmanni og ætlaði í fjögurra vikna leiðangur gegnum eyðimörkina áleiðis til Óran. Síðan hún náði fyrsta áfangastað, hefir ekkert af henni frétzt, og einnig hafa borist fréttir um óeirðir og árekstra milli kynflokkanna á þeim slóðum, sem leið miss Mayo lá um, og hefir það gert menn ennþá áhyggjufyllri um för hennar. Bróðir hennar, Sir Aubrey Mayo, sem hefir teppst í Ameríku sökum slyss, sem hann varð fyrir, hefir stöðugt síma-samband við frönsku stjórnina. Miss Mayo er alkunn sem dugleg íþrótta- kona og hefir ferðast víða um lönd“. Höfðinginn stóð lengi þögull og virti fyrir sér myndirnar. Svo reif hann hægt og rólega blaðið úr tímaritinu og böggl- aði því saman í hendi sér. „Með leyfi!“ sagði hann rólega og hélt því upp yfir Ijósið á lampanum, sem stóð við rúmið, unz blaðið var orðið að ösku í lófa hans. Svo fleygi hann öskunni. „Hefir Henri séð það?“ „Efalaust. Hann les öll mín blöð“, svar- aði greifinn dálítið óþolinmóðlega. „Þá vona ég, að Henri haldi sér saman!“ sagði höfðinginn kæruleysislega. Hann valdi sér vindling úr vindlinga-hylki sínu og kveikti í honum, eins og ekkert væri um að vera. „Hvað hefir þú hugsað þér að gera?“ spurði Saint Hubert hvasst. „Ég? Ekkert! Franska stjórnin hefir í of mörgu að snúast og metur of mikils hesta Ahmed Ben Hassans til þess að fara að gera nokkrar eftirgrennslanir innan hans landamæra. Auk þess bera þeir enga ábyrgð á þessu tilfelli. Mademoiselle Mayo var aðvöruð þrásinnis og úr mörg- um áttum gegn hættu þeirri, er hún lagði út í með för sinni frá Biskra. Hún kaus þann kostinn að tefla á tvær hættur, et voilá!“ „Er þá alls eigi hægt að fá þig til að breyta þessari ákvörðun þinni?“ „Ég er eigi vanur að breyta ákvörðun-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.