Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 33
AR AB AHÖFÐIN GINN 175 ■og kvenleg í græna silkikjólnum, sem féll mjúkt um fagurlimaðan líkama henn- .ar. Hún átti sitt sérstæða yndi, er hún fylgdi honum á þeysireið út um eyði- mörkina, stælt og grannvaxin eins og ungur piltur. En það var kveneðli henn- ar, er sett hafði hans heita blóð í hrað- streyma rás og lét nú hjarta hans lemjast ákaflega í brjósti hans. Hann horfði enn stundarkorn á ljóst hár hennar, löng og mjúk augnahárin og augun fögru, sem störðu biðjandi á hann, og augu hans námu loks staðar við mjallhvítan háls hennar og herðar, umvafið hinu jaðe- græna sikli — svo ýtti hann henni blíð- lega frá sér. „Va“, sagði hann þýtt, „depéche toi!“ Hún stóð kyrr og horfði á eftir honum, unz hann hvarf á milli dyratjaldanna, og þungt grátblandið andvarp brauzt fram af vörum hennar. Hún greiddi hátt gjald fyrir hamingju sína, en hún vildi þó glöð hafa keypt hana enn hærra verði. — Mennirnir báðir höfðu beðið hennar, og hún tautaði fáein orð sér til afsökunar fyrir, að hún væri svo sein, um leið og hún settist niður. Höfðinginn hélt svo áfram samræðunum, sem slitnað höfðu við komu hennar. Díana reyndi árangurs- laust að átta sig og ráða fram úr rugl- ingslegum hugsunum sínum. Henni virt- ist í svip, allt vera eins og ótrúlegur kynjadraumur: Arabahöfðingi, franskur vísindamaður, og svo hún sjálf, sem innti af hendi venjubundnar húsfreyjuskyldur í blóra við allar hefðbundnar siðvenjur. Hún litaðist um í tjaldinu, sem nú var orðið henni kunnugt og kært. En í kvöld virtist henni allt á annan veg, eins og sjálf andrúmsloftið væri orðið gerbreytt við komu gestsins. Hún var smámsaman orðin svo vön hinu nýja, daglega lífi, sem hún hafði verið neydd til að lifa, að henni fannst blátt áfram furðulegt að sjá þjón að stólbaki húsbónda síns eins og t. d. nú Henri að baki Saint Huberts. Mað- urinn var afar líkur tvíbura-bróður sín- um. Einasti munurinn virtist vera sá, að Gaston var alveg skegglaus, en Henri hafði snoturt, stuttklippt yfirskegg, dökkt á lit. Öll frammistaða þeirra var — eins og venjulega — hröð og lipur og hljóðlátleg. Hún stalst til að hafa gát á höfðingjan- um, og hún sá þann svip á andliti hans, er hún aldrei áður hafði séð, og raddblær hans og hljómur var jafnvel allt annar en kvöldið góða, þegar Gaston kom aftur eftir hinn misheppnaða flótta hennar. Sá raddblær hafði borið vott um tryggð og dálæti manns á uppáhalds-þjóni hans og gleðina yfir að sjá hann aftur. — En þetta var hin djúpa samhyggð og tryggð við kæran vin — sú karlmannskennd, sem oft og tíðum ber af tilfinningum hans gagnvart konu, — og afbrýðisemi sú, er hún hafði orðið vör um morguninn, bloss- aði nú aftur upp í henni. Svo hvarflaði hún augunum frá höfðingjanum og að gestinum, sem höfðinginn virtist hafa allan hug sinn við, en í fölu, gáfulegu andliti hans, sem var mjög hulið þéttu skeggi, fann hún ekki minnsta vott þeirr- ar ímyndunarveiku og tilgerðarlegu sjálfselsku, sem hún hafði talið, að hann hlyti að hafa í ríkum mæli, og í rödd hans, sem var fjörleg, en þó lágróma eins og rödd höfðingjans, varð eigi vart neins þess, er benti í þá átt. Þá mættust allt í einu augu hennar og gestsins, og óvenju elskulegu, þunglynd- islegu brosi brá fyrir á andliti hans. „Leyfið mér að hrósa madame fyrir hina glæsilegu reiðmennsku yðar“, sagði hann og laut henni létt. Díana roðnaði lítið eitt og lét jaðe- hálsfestina renna um greipar sér. „O, það er víst ekki umtals-vert!“ svaraði hún, og ofurlítið, hikandi bros stalst fram á varir hennar við þá samúð, sem henni fannst

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.