Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 24
166 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ég allt í einu að þrá Erling svo voðalega. — Ó, svo voðalega“ — tárin hrundu niður kinnar hennar — frú Hauss þerraði þau ástúðlega — „og svo — og svo — svo varð ég að fara hingað —“ „En lautinant Berg?“ Aníta hefði getað slegið sjálfa sig á munninn fyrir spurninguna. En orðin glopruðust út úr henni. „Ég sagði honum —“ „Þú skrökvaðir einhverju að honum?“ Og Anítu langaði aftur til að berja sjálfa sig — fyrir spurningar-tóninn. Hilda varð stóreygð af undrun, eins og það væri eitthvað, sem hún gæti ekki átt- að sig á — svo sagði hún rólega: „Já, ég skrökvaði laglega að honum — því ég varð að fara hingað“. Frú Hauss strauk hana yfir óstýrilátan hrokkin-kollinn. „Þakka þér fyrir, að þú komst, barnið mitt. Mig hefir langað svo til að hitta þig. Og nú finn ég á mér, að þú munir koma oftar. Til móður Erlings“. „Og minnar? — Móður minnar“. „Já, góða — ef þú vilt“. Kvöldið varð mjög skemmtilegt. Hilda hékk í frú Hauss, hvar sem hún fór. „Getum við tvær ekki tekið uppþvott- inn, mamma?“ spurði Hilda, þegar þær höfðu lokið við að borða, og höfðu borið út af borðinu. „Ég er vön að sjá um það“, sagði Elín- María. „Já, en þætti þér ekki gott að losna við það einu sinni? Æ, mamma —“ sagði Hilda í bænarróm — „við tvær, sem þurf- um að tala svo mikið saman“. Aníta horfði lengi á eftir þeim, er þær fóru fram. — Svo sneri hún sér að Elín- Maríu og spurði hana, hvort henni hefði þótt síðasta hraðritunar-æfingin mjög erfið — og áður en varði voru þær í mesta ákafa farnar að tala um námsskeið og vinnu. En öðru hvoru var eins Aníta gleymdi sér ofurlítið og væri utan við sig — það var, þegar Hilda hló úti í eldhúsinu. Frú Hauss þvoði upp — Hilda þurrkaði. Þeim gekk ákaflega seint, því að frú Hauss varð að segja frá Erlingi, þegar' hann var lítill, og þegar Erlingur var „rússi“ — og Hilda hlustaði með athygli, munnurinn stóð hálf opinn, og augu hennar blikuðu — og — „nei, sagði hann það, gerði hann það, mamma! — og svo hvað þá?“ — og — „hvað sagð ’ann, seg- irðu?“ þegar eitthvað var svo skemmti- legt, að hún vildi heyra það tvisvar. — Það var því engin furða, þótt Hilda skrif- aði Erlingi, er hún kom heim aftur um kvöldið — „við mamma þín höfum orðið vinir“. Og þær urðu ásáttar um, að Erlingur skyldi koma til Óslóar — endilega. „Ég kem bráðum aftur, mamma“, sagði Hilda, þegar þær kvöddust — „og nú verð- urðu að hugsa þig vel um, svo að þú hafir mikið að segja mér um Erling, þegar ég kem næst“. „Blessað barnið“, hvíslaði frú Hauss í hálfum hljóðum, er hún lokaði ganghurð- inni á eftir systrunum. „Ég held, að hún sé ennþá sætari en Aníta“. Hilda spjall- aði og hló í sífellu á leiðinni heim, og Aníta rak allar „smásmuglegar“ hugsan- ir á flótta og gladdist yfir gleði Hildu. — „En þeir krakkar“, tautaði Malla frænka, þegar systurnar komu inn til að bjóða henni góða nótt — og leiddust. „Jæja, allt er gott, þegar endirinn er allra beztur“. Hilda var alveg ágæt. Ætti Malla frænka að vera fyllilega hreinskilin, fannst henni hún allt of ágæt. Hún skellti ekki hurðunum framar — því nú var Hilda aldrei uppstökk né reið. Hún þráttaði aldrei við Anítu. Hún var aldrei úti á ralli með piltum. Hún sagði ekki

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.