Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 31
AR AB AHÖFÐIN GINN 173 „Já, ég áska þess!“ „Væri ég kona af þínum eigin þjóð- flokki —“ sagði hún gremjulega, en hann var fljótur að grípa fram í fyrir henni: „Værir þú minnar þjóðar, þá lægi þetta alls eigi fyrir til umræðu — þá mætti ■ enginn annar karlmaður líta þig augum. En úr því þú nú ert það ekki —Hann þagnaði allt í einu og kastaði til höfði. — „Ur því ég er það ekki, þá ertu misk- unnarlausari, heldur en ef ég hefði verið það!“ hrópaði hún í örvæntingu. „Ég vildi nærri því óska, að ég væri Araba-kona!“ „Ég efast um, að þú yrðir ánægð með það!“ svaraði hann harðneskjulega. „Líf Arabakonu myndi tæplega vera þér að skapi. Við kennum konum vorum hlýðni með sviprmni!" „Hvers vegna hefirðu skipt svo mjög skoðun síðan í morgun, er þú sagðir mér, að þú myndi rekki hafa látið neinn annan en þig sjálfan klifra upp á svalir mínar á gistihúsinu“, hvíslaði hún. „Ertu ekki sami Arabi núna á þessu augnabliki, eins og þú varst þá? Er ég þér svo lítils virði, að þú sért ekki einu sinni afbrýðissamur fram- ar?“ „Eg get fyllilega treyst vini mínum, og — ég ætla mér ekki að skipta þér á milli okkar!“ -svaraði hann ruddalega. Hún hrökk við, eins og hann hefði bar- ið hana, og faldi andlitið í höndum sér og stundi lágt við. Fingur hans greyptu sig harðneskju- iega inn í axlir hennar. „Þú gerir eins og ég óska, að þú gerir?“ Þetta átti að vera spurning, en var sagt í skipunartón. „Ég hefi ekki um neitt að velja“, taut- •aði hún svo lágt, að varla heyrðist. Hann sleppti henni og sneri sér og ætl- aði að fara, er hún þreif í handlegginn á honum. „Monseigneur! Áttu þá enga með- aumkun til? Hlífðu mér við þetta hræði- lega —!“• „Þetta eru öfgar!“ sagði hann óþolin- móðlega og hristi hönd hennar af sér. „Ef þú vildir vera miskunnsamur að- eins í þetta eina skipti —“ sagði hún í auðmjúkum bænarróm, en hann greip snöggt fram í fyrir henni og blótaði. „Ef“! át hann eftir henni. „Ætlarðu að gera hrossakaup við mig? Áttu ennþá svona mikið ólært?“ Hún leit til hans og andvarpaði þreytu- lega. Þetta var eitt hinna snöggu um- skipta í skapgerð hans, sem að þessu sinni hafði komið henni á óvart, þótt hún und- anfarið hefði alltaf gætt þess að vera á verði og albúin að mæta þeim. Blíðlyndi hans frá því í morgun var horfið, og hann var á ný orðinn sami harðstjórinn sem fyrir tveim mánuðum síðan. Hún þekkti hann nú nægilega vel til þess að vita, að hann þoldi það ekki, að nokkur setti sig upp á móti óskum hans. Hún hafði reynt, hve það var árangurslaust að beita vilja sínum gegn honum. Hérna í tjaldborg hans var aðeins einn herra, og hans boð- um varð að hlýða, hversu erfitt sem það var. Hann festi allt í einu alla athygli sína við nögl, sem hafði brotnað á fingri hans, og hann leitaði að skærum á búnings- borðinu. Hún fylgdi honum með augun- um og sá, að hann klippti nöglina mjög nákvæmlega. Hún hafði svo oft furðað sig á því — inn á milli alls þess, sem hún skildi ekkert í — hve hann var umhyggju- samur með sínar afar vel hirtu hendur. Birtan af lampanum féll beint á andlit hans. Hún gat ekki slitið hrygg augu sín frá því. Hann heimtaði skilyrðislausa hlýðni, og fyrir aðeins fáum klukkustund- um hafði hún ásett sér að veita honum hana algerlega afdráttarlaust, en nú við fyrstu raun hafði hún brugðizt. En það, sem hann heimtaði af henni, var líka svo erfitt — svo átakanlega erfitt — en það

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.