Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 39
ARAB AHÖFÐIN GINN 181 lega. „Og ég hefi látið hana þjást og líða, eins og ég hafði svarið að hefna mín á hverjum þeim af þessari bölvuðu þjóð, sem félli í mínar hendur! Miskunnsami Allah! Hvers vegna veitir þú mér svo Jitla gleði!“ SJÖUNDI KAFLI. Það var snemma dags liðugri viku eftir komu Saint Huberts, að Díana kom inn i fremra herbergið, sem hún hafði búist við að finna tómt. Höfðinginn hafði lagt .af stað ríðandi í aftureldingu, og hún hélt, að vinur hans hefði farið með honum. En er hún ýtti til hliðar dyratjöldunum á .milli herbergjanna, sá hún þegar, að Frakklendingurinn sat við litla skrif- borðið og skrifaði af kappi, og lágu skrif- aðar arkir út um allt. Það var í fyrsta sinni, er svo vildi til, að þau hittust alein, og hún nam því staðar og varð allt í einu hikandi. Saint Hubert hafði heyrt skrjáfa í dyratjöldunum og spratt upp af stóln- um og hneigði sig djúpt og kurteislega, eins og siður er Frakka. „Fyrirgefið mér, madame! Ef ég er til óþæginda, verðið þér endilega að segja til! Ég er hræddur um, að ég hafi rótað alveg voðalega!“ bætti hann við til afsök- unar, hlæjandi, og leit á allar skrifuðu arkirnar, sem lágu út um allt gólfteppið. „Ég hélt að þér hefðuð farið með mon- seigneur“, svaraði Díana og kom hægt inn í herbergið, og roðnaði ofurlítið. „Það var dálítil vinna, sem ég þurfti að ljúka við, nokkur minnisblöð, sem ég þurfti að afrita, áður en ég gleymdi alveg, hvað á þeim stóð. Ég skrifa nefnilega svo skammarlega ógreinilega! Ég baðst því undan að ríða út í dag — síðastliðin vika var nokkuð erfið með þessum löngu út- reiðum dag eftir dag. Má ég sitja hér kyrr? Get ég verið alveg viss um, að ég sé hér ekki til óþæginda?“ Hún gaf honum merki um, að hann skyldi endilega halda áfram starfi sínu, og gekk síðan út undir sóltjaldið. Að tjaldabaki var hávaði, eins og vant var. Frammi á opna svæðinu stóð dálítill hóp- ur Araba og horfði á einn hestsveininn, sem var að temja ungan hest, og lögðu ótilkvaddir orð í belg. Aðrir reikuðu fram og aftur um svæðið, til og frá störfum sínum og kærðu sig kollótta um tímann, því að þeir fylgdu trúlega hinni góðu og gildu reglu Austurlandabúa að hirða aldrei um tímann og fresta glaðlega til morguns öllu því, sem hægt væri að stel- ast undan í dag. — Skammt frá henni lá gamall Arabi á bæn. Hann var auðsjáan- lega heittrúaðri en menn Ahmed Ben Hassans yfirleitt, og lá nú á grúfu á jörð- inni og gleymdi öllu í kringum sig. Hún lét augun hvarfla út yfir eyði- mörkina, langt út fyrir yztu pálmana, sem umkringdu vinjarnar. Tíbráin breiddist eins og titrandi blæja út yfir allt landið og máði út línur hæðanna, sem risu í fjarlægð. Ofurlítill andblær bar til hennar sterkan úlfalda-þefinn og ískrandi hljóð brunn-vindunnar skammt frá. En hvað hún smámsaman var orðin öllu þessu kunnug, hugsaði hún og varp- aði öndinni. Og hve henni nú fannst raunverulega, að hún hefði aldrei lifað öðru en þessu hirðingjalífi. Öll árin þar áður hurfu eins og í þoku. Árin þau, er hún í sífellu var í ferðalagi með Aubrey, virtust tilheyra óra fjarlægari fortíð. En hve henni fannst nú, að það hefði verið einkennileg tilvera. Sport-líf, án þess að hafa nokkura hugmynd um, að neitt það væri til, sem skorti í eðli hennar og skap- gerð. Nú fyrst var henni fuil-ljóst, hvað það var að lifa, nú fyrst var henni ljóst, að hún hafði hjarta í brjósti, en um það hafði hún efast áður, — hjarta, sem sendi blóð hennar rautt og lífþrungið gegnum allar æðar hennar og barðist sterkt og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.