Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 41
ARABAHÖFÐINGINN 183 Hún fann það á sér, að hann horfði á hana og leit upp. „Þér hafið lokið starfi yðar?“ „Já, því, sem ég get gert í svip. Nú verður Henri að ráða fram úr því, sem eftir er. Honum er það sönn ástríða að ráða rúnir. Ég get ekki hugsað mér að komast af án hans! Hann er mér öldungis ómissandi. Hann var harðstjóri minn, þegar við vorum drengir — það er hið allra meinlausasta, sem ég get sagt um það, sem hann kallaði „að skemmta mon- sieur Vivomte!“ og síðustu 15 árin hefir hann haldið þessu áfram af öllu hjarta!“ Greifinn hló og smellti fingrum að Kopec, sem ýlfraði ofurlítið og ranghvolfdi í sér augunum í áttina til hans, en lyfti ekki einu sinni höfði minnstu vitund frá hné Díönu. Svo varð ofurlítil þögn, og Díana hélt áfram að klappa hundinum á hnakkann. Loksins sagði hún alvarlega, um leið og hún leit á hann: „Ég hefi lesið bækur yð- ar, monsieur — allar, sem monseigneur hefir hérna“. Hann hneigði sig létt og tautaði eitt- hvað, sem hún greindi ekki. „Skáldsaga yðar þótti mér all merki- leg“, sagði hún, og hélt áfram að klappa hundinum, eins og að nærvera hins stóra dýrs væri henni styrkur. „Venjulega leið- ist mér að lesa skáldsögur — ég hefi eng- an áhuga fyrir efni þeirra — en þessi saga náði tökum á mér. Hún er eitthvað alveg óvenjulegt, eitthvað dásamlegt — en er hún gripin út úr veruleikanum?11 Díana hafði talað rólega og með athygli, og með þeirri ungæðislegu hreinskilni og djörfung, sem einkenndi hana. Hún sló ekki höfundinum gullhamra fyrir lista- smekk hans, heldur lýsti blátt áfram staðreyndum, eins og henni komu þær íyrir augu. Saint Hubert beygði sig yfir stólbakið. „Hvað eigið þér við? Hvernig á ég að skilja yður?“ Hún leit beint í augu honum. „Trúið þér því raunverulega, að til sé svona mað- ur, eins og þér hafið lýst honum, maður, sem geti verið svo ástúðlegur, svo óeigin- gjarn, svo tryggur eins og sögu-hetja yðar?“ Saint Hubert sneri sér lítið eitt undan og pikkaði sjálfblekungs-pennanum í þerriblaðið á borðinu fyrir framan hann. Svo yppti hann hægt öxlum, ofurlítið sár yfir hinum greinilega efa, sem leyndist í raddblæ hennar. Hún starði á hann í eftirvæntingu, og augu hennar voru full af sorg. „Þekkið þér þessháttar mann, eða er hann aðeins blátt áfram hugmynd yðar?“ spurði hún þrákelknislega. Það varð stundarþögn, áður en hann svaraði. „Ég þekki mann, sem undir viss- um kringumstæðum og skilyrðum hefir hæfileika til að þroskast í þessa átt“, svar- aði hann loks lágum rómi. Hún hló gremjulega. „Þá eruð þér hamingjusamari heldur en ég! Ég er ekki ýkja gömul, en síðustu fimm árin hefi ég hitt marga karlmenn af ýmsum þjóðum, og ég hefi aldrei kynnst neinum, sem lík- ist minnstu vitund „le preux chevalier“ í sögu yðar. Þeir menn, sem hafa verið mínir nánustu, hafa aldrei skilið eða þekkt merkingu orðsins ástúð eða blíða, og hafa aldrei um neitt annað hugsað í heiminum en sjálfa sig. Þér hafið því ver- ið heppnari með kunningsskap yðar, monsieur!“ Greifinn sótroðnaði, og hann starði fast og án afláts á pennann sinn. „Fagrar konur, madame", sagði hann hægt, „vekja og örva, því miður, hjá sumum karlmönnum, allt hið lægsta í eðli þeirra. Engum manni er ljóst, hvaða ósvinna hann gæti framið, og hve djúpt

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.