Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 46
188 NÝJAR KVÖLDVÖKUR hinu ytra örlagavaldi, sá sterki harðnar enn meir, mildin og blíð- an bugast og deyr; sá vondi og umkomulausi á engin úrræði önnur en að stælast í vonzku sinni. Náttúran, umhverfið, útnesja- þögnin leggst á sálirnar og markar þær. Höfundurinn leiðir fram fjölda fólks, ólíkar manneskjur, og hverja eina ógleymanlega á sinn liátt. Einn er þar fulltrúi hinnar algeru göfgi, hins hreina, sjálfshyggjulausa kærleika, Björn gamli í Vogum, hálfgerður fá- viti á almennan mælikvarða. Þetta gamla hrör notar höfundurinn, til þess að segja margt hið fegursta og innilegasta í allri bókinni; og þannig er fegurð hins sterka, einfalda skáldskapar margvís- lega stráð um hverja síðu og hverja setningu í víðlendi þessarar glæsiíegu skáldsögiK. Helgi Hjörvar«. Alþýðublaðið 29. sept. 1938. »Sturla í Vogum er mjög skemmtileg saga og heldur lesendum föngnum frá upphafi til niðurlags«. (íslendingur 28. okt. 1938). »...mun hún (þ. e. sagan Sturla í Vogum) reynast óbrotgjarn minnisvarði yfir skáldfrægð hans (Guðm. Hagalín) og skáldsnilli á ókomnum öldum og varðveita nafn hans frá gleymsku«. »Dagur«, 3. nóv. 1938. »Enginn les Sturlu í Vogum, svo að hann eftir lesturinn hafi það ekki á tilfinningunni að þessa bók þurfi allir að lesa. Hér sé um það andlega góðmeti að ræða, sem enginn má láta fram hjá sér fara. Ef rekja ætti efni þessarar sögu, þyrfti að rita jafnlangt mál og sagan er sjálf. Þar finnst trauðla efnislaus setning«. Aiþýðumaðurinn 8. nóv. 1938. »...Þökk sé Hagaiín fyrir söguna. beztu bók ársins. Eg tel hana tvímælalaust Jón Jóhannesson«. Siglfirðingúr, 19. okt. 1938. Skifti á útsölumanni að Nýjum Kvöldvökum í Reykjavík. Nú um áramótin hættir hr. Þórhallur Bjarnarson prentari að vera afgreiðslu- og útsölumaður fyrir N. Kv. í Reykjavík, en við útsölunni tekur hr. Stefán Stefánsson í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Fróðá hid nýja léikrit Jó- hanns Primanns hefur verid sýnt á Akureýri vid góda adsókn. Nú um jólaleytid ætlar Leikfélag Reykjavíkur ad sýna þad. En því midur geta fæstir landsmenn átt kost á ad sjá þad leikid, en þeir geta lesid þad, því ad þad f *æ s t h j á öllum bóksölum í lándinu. Gríma XIII kemur út á næsta ári. Flytur hún medal ann- ars þátt af T o r f a 1 Klúkum og Brot úr sögu Munkaþver- árklusturs. BÓKAMENN! Enn er hægt ad fá alla G-rimu frá byrjun.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.