Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 12
154 NÝJAR KVÖLDVÖKUR verzlunarfyrirtæki eitt í City átti, og sem verzlaði með venjulegan varning, en aðal- lega til afskekktra staða, eins langt að heiman sem mögulegt var, og sem nú fermdi skipið þetta ár, sem ég er að tala um, með púðurfarmi til Bolivars hers- höfðingja og sjálfboðaliða hans. Enginn vissi um fyrirætlanir vorar, þegar við héldum úr höfn, nema skipstjórinn, sem enganveginn líkaði þær. Ég get ekki ná- kvæmlega sagt, hvað margar tunnur við höfðum um borð, eða hvað var mikið í hverri þeirra, en eitt var víst, að við 'höfðum engan annan farm meðferðis. Nafn briggskipsins var „The Good Intent11 (góða áformið) nokkuð skrýtið nafn, mun þér finnast, fyrir skip, sem hlaðið var púðri og sent til hjálpar uppreisnarmönn- um. Eins og allt þetta var einkennilegt, þá varð förin eftir því. „The Good Intent“ var hið versta sjó- skip, sem ég hefi nokkurn tíma verið á, og ég held hið versta, sem nokkru sinni hefir á flot komið. Það var tvö hundruð og þrjátíu eða tvö hundruð og áttatíu tonn. Skipshöfnin var átta manns — ekki nærri því eins margir og þurftu að vera á þessu skipi. Jæja, hvað sem því leið, þá var okkur greitt kaupið samvizkusamlega og þá vorum við ánægðir, þó að við ætt- um það á hættu, annað hvort að sökkva með dallinum eða þá að springa í loft upp með farminum. Vegna farmsins þá vorum við ónáðaðir með nýjum reglum, sem okkur engan veginn líkaði, sem sé, okkur var bannað að reykja pípur okkar og kveikja á lömp- unum, og nú, eins og venjulega, var skip- stjórinn, sem gaf þessar fyrirskipanir, ekki til eftirbreytni. Ekki nokkrum okkar var leyft að fara með kertisljós, þegar við fórum niður, en skipstjórinn gerði það sjálfur. Hann notaði ljósið til að líta yfir .sjókortið eins og venjulega. Þetta ljós, sem hann var með, var venjulegt kerti, sem stóð á gömlum flöt- um kertastjaka, sem allur var beiglaður og götóttur af elli. Það hefði verið ólíkt sjómannslegra og þægilegra að nota ljós- ker, en hann hélt fast við kertið, en þetta kerti hefir síðan haldið fast við huga minn. Jæja — þetta er nú einungis gam- an. Við lögðum nú úr höfn á briggskipinu og sigldum sem leið liggur til Virgineyj- anna í Vestur-Indlandseyjum, og eftir að við höfðum séð þær, þá var stefna tekin á Leeward-eyjarnar beint í suður og siglt þar til vaktmaðurinn hrópaði, að land væri fyrir stafni. Þetta var þá strönd Suð- ur-Ameríku. Við höfðum til þessa fengið hið bezta sjóveður og höfðum hvorki tap- að rám né seglum sem oft vill verða, og enginn af okkur hafði sálast af þreytu við dæluna. Það var ekki oft, sem „Good Intent“ hafði farið slíka sjóferð, get ég sagt þér. Ég var sendur upp til þess að ganga úr skugga um, að land væri fram undan. Þegar ég hafði látið skipstjórann vita það, fór hann niður til að líta yfir kortið og eins á þær fyrirskipanir, sem hann hafði. Þegar hann kom upp á þilfar aftur lét hann breyta dálítið stefnu austur á við — ég hefi gleymt því, hvað áttavitinn sýndi, en það gerir nú ekkert til — en ég man það, að það var orðið dimmt, þegar við náðum til strandarinnar. Við mældum dýpið þar til við vorum komnir á fjögra eða fimm faðma dýpi — ég man það ekki svo nákvæmlega. Eg hafði vakandi auga með því, hvernig skipið rak, því að við þekktum ekki straumana við ströndina. Við undruðumst það mjög, hvers vegna skipstjórinn lét ekki varpa akkerum, hann sagði bara nei við því, það yrði að setja ljós á framsigl- una, og svo skyldum við bíða eftir sams- konar merki frá landi. Við biðum, en ekk- ert ljós birtist. Það var stjörnubjart og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.