Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1938, Blaðsíða 10
152 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Margit Ravn: Stjúpsysturnar, Helgi Valtýsson íslenzkaði. Akur- eyri 1938. Þetta er fjórða bókin, sem út kemur á íslenzku eftir hinn vinsæla rithöfund M. Ravn. Bækur þessar eru þegar lesendum N. Kv. að góðu kunnar, svo að í raun réttri er ekki mikil þörf að kynna höf- undinn eða nýja bók hennar fyrir þeim. Saga þessi segir frá erfiðleikum tveggja systra, sem hafa verið svo ógæfusamar að foreldrar þeirra hafa skilið, og æsku- heimili þeirra um leið sundrast og þær tekið vist sín með hvoru foreldranna, síðan giftast foreldrar þeirra og þá koma stjúpsysturnar til sögunnar, sem ekki gerir aðstöðu þeirra léttari. í sögunni er sagt frá ýmsum árekstrum daglega lífs- ins, en einnig ýmsum skemmtilegum æf- intýrum og öll er frásögnin fjörleg. Enda þótt sagan færi ekki neinar nýjungar þá bendir hún á margt, sem betur má fara í sambýli mannanna hvors við annan, og hún er skemmtileg aflestrar einkum nátt- úrlega fyrir ungar stúlkur, en aðrir munu einnig lesa hana sér til gamans. Vinsæld- ir hinna fyrri bóka frú Ravn, sem þýddar hafa verið á íslenzku, sýna bezt, að þær falla íslenzkum lesendum vel í geð, og ekki er hætta á, að þessi saga spilli þeim. Helgi Valtýsson þýðir þessa sögu eins og hinar fyrri. Helgi segir skemmtilega frá, en æskilegt væri, að málið væri vandaðra en það er, og bæri minni keim frummáls- ins, sem þýtt er úr, ekki sízt þar sem ætla má, að bækur þessar séu eigi hvað minnst lesnar af unglingum. Himalayjaförin. Úrvalsbókmenntir barna og unglinga. Akureyri 1938. Þetta er 5. bindið í bókasafni þessu, sem út hefir komið á undanförnum árum. Áður hafa birst þar ágætar unglingabæk- ur, Kak eftir Vilhjálm Stefánsson og sagan, Mamma litla. í þessu bindi segir frá för nokkurra. skátadrengja til Indlands og segir einn þeirra frá. Það vantar ekki, að drengirnir kynnast þar mörgu. Þeir ferðast um hið forna menningarland í öllum mögulegum farartækjum, aka í bifreið, sem einn þjóðhöfðinginn gefur þeim, en missa seinna vagninn í sandbyl, sem á þá skell- ur í eyðimörkinni. Þeir klifra upp í Himalayjafjöll, brjótast í gegnum frum- skóga, fara á tígrisdýra- og fílaveiðar, reika um fornar musterisrústir, og síðast en ekki sízt þá heimsækja þeir bæði Gandhi og Tagore, þessa mestu andans. höfðingja Indlands nútímans. Það kennir þannig margra grasa í bók þessari, og má það furða heita, ef íslenzkir unglingar kunna ekki að meta fróðleik þann, sem hér er fram reiddur um hina fjarskyldu þjóð og fjarlæga undraland. Samt þykir mér frásögnin tæplega nógu fjörleg. Sag- an er ekki sögð þannig, að maður bíði með óblandinni eftirvæntingu eftir því, sem næst kemur, eins og mátt hefði vænta um svo viðburðaríka ferð. Þrátt fyrir þetta er bókin prýðileg unglingabók, sem sameinar bæði fróðleik og skemmtan. Þýðendur eru þeir Sigurður Thorlacius og Jóhannes úr Kötlum, en þeir hafa einnig þýtt hinar fyrri bækur í safni þessu. Frágangur er hinn snotrasti. Akureyri 23. okt. 1938. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. ------ÞK------ « Blindsker, hin fyrsta bók Guðm. G. Hagalíns hefir lengi verið ófáanleg, en er nú nýkomin út í annari útgáfu, en upplagið er lítiðr og er því bókamönnum, sem vilja eignast hana, vissara að kaupa hana sem fyrst.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.